Blogghistorik: 2010 Mer >>

30.06.2010 21:16

Viðtal við Davíð á fotbolti.net

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Davíð þjálfara sem birtist á fotbolti.net í dag. Skemmtileg lesning og góð upphitun fyrir leikinn gegn Leikni á morgun:

3.deild: Hvað er að frétta frá Vopnafirði?
Mynd: Jón
Davíð Örvar Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jón
Þá er komið að liðnum ,,Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.

Að þessu sinni förum við á Vopnafjörð þar sem stemningin er skoðuð hjá Einherja.

Davíð Örvar Ólafsson spilandi þjálfari liðsins, svaraði nokkrum spurningum en þess má til gamans geta að hann er sonur Ólafs Jóhannessonar landsiðsþjálfara.

Eldra efni úr "Hvað er að frétta?"

Hvernig er stemningin hjá Einherja Stemmningin hjá Einherja er góð þessa dagana, sést næstum því til sólar og hitastigið er farið að huga að tveggja stafa tölu á næstu vikum. Knattspyrnulega séð er stemmarinn fínn, nýkomnir með 3 stig í pokanum frá Akureyri.

Er mikill fótboltáhugi á Vopnafirði? Já það er töluverður áhugi á fótbolta hérna á Vopnafirði, yngri flokkarnir æfa 4x í viku undir handleiðslu Símons Svavarssonar(SigguDóruson ef Bubbi Morthens er að lesa þetta !!), mikið af áhugasömum krökkum, bæði stelpur og strákar. Síðan er góður 100 manna kjarni sem mætir á leiki hjá okkur og vonandi fer þeim fjölgandi með bættu gengi liðsins. Einnig held ég að HM hafi haft mikil áhrif á mætinguna hjá fólkinu, það vill sjá alvöru fótbolta og mætir því á leiki hjá Einherja.

Ertu ánægður með byrjun sumarsins? Við byrjuðum mótið ekki vel, töpuðum illa á Grenivík í fyrsta leik og Dalvík valtaði svo yfir okkur hérna á Vopnafirði en við höfum tekið okkur á og unnið síðustu 3 leiki og liðið er á uppleið og stóra testið er á fimmtudaginn á móti Fáskrúðsfirði, það er alveg kominn tími á að vinna þá.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið? Markmið okkar í sumar er að gera betur en í fyrra, þá lentum við í fjórða sæti í riðlinum, við ætlum að reyna að fara ofar í sumar.

Hvernig er liðið byggt upp? Við byggjum liðið aðallega upp á strákum sem eru héðan en þetta er ekki fjölmennur staður þannig að vð þurftum að leita út fyrir kantsteinanna og markvörðurinn okkar frá Króatíu fann einn leikmann fyrir okkur og erum við því með tvo útlendingar og síðan erum við tveir að sunnan og þá erum við 16! Ekki stór hópur en við stöndum þétt saman, og sofum líka þétt saman!

Hvað hefur komið þér á óvart í byrjun móts? Ekki neitt, þetta er algjörlega eftir bókinni, Dalvík á að vinna alla leiki og við hin liðin eigum að geta unnið alla hina og tapað þá væntanlega líka! Kemur helst á óvart hvað KR-ingarnir eru slakir, væri fínt að hafa þá í okkar deild!

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um: Hér á Vopnafirði virðist enginn vita af hverju liðið heitir Einherji!

Eitthvað að lokum? Ég hvet forráðamenn fotbolta.net að mæta á Vopnafjarðarvöll í sumar, taka viðtöl við leikmenn Einherja og er ég þá með nokkra í huga, það væri gjörsamlega frábært sjónvarpsefni...Áfram EINHERJI

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=93519#ixzz0sNDog3y329.06.2010 19:37

Nýjustu fréttir: 2 sigrar og 6 stiga leikur á fimmtudaginn

Það er ekki seinna vænna en að koma með einhver tíðindi af meistarflokki Einherja. Strákarnir hafa spilað 2 útileik síðan þeir sigruðu Hugin hér heima og unnust þeir báðir.

--------------------------------------------------------------------------------------------------


Hér eru umfjallanir um leikina sem teknar eru af vopnafjardarhreppur.is:

Einherji - Draupnir

"Þrátt fyrir veður eins og "best gerist erlendis", einstaka veðurblíðu s. s., var leikið á gervigrasinu í Boganum á Akureyri, sem telst heimavöllur Draupnis. Það lið er skipað mörgum frambærilegum leikmönnum sem eiga sína fortíð í stóru liðinum á Akureyri, KA og Þór. Heimamenn byrjuðu betur en vopnfirsku gestirnir voru fyrri til að skora, vítaspyrna var dæmd á 17du mínútu og úr henni skoraði Gísli Freyr örugglega - átti Gísli stólpaleik og fór fyrir sínum mönnum. Einungis 4 mínútum síðar hafði Draupnir jafnað og stefndi í jafna stöðu í hálfleik en á 38. mín. skoraði Ivo Bencun annað mark Einherja og fyrsta mark sitt fyrir Einherja síðan hann kom til liðsins.

Hafði Draupnir misst markvörð sinn útaf með rautt við lok fyrri hálfleiks hvað þýddi að gestirnir höfðu góð tök á leiknum í hinum síðari. Tvö mörk náði Einherji að skora, Ivo Bencun í bæði skiptin og skoraði þar með þrennu fyrir lið sitt og hefur vonandi fundið sig í nýju liði. Ivo er smám saman að falla betur að hinum íslenska knattspyrnuleik og svo sem fyrr greinir er óskandi að héðan af liggi vegur hans einungis uppá við - sem og liðsins alls. Mörk Ivo komu á 50. og 75. mín. og stefndi allt í að slík yrðu úrslitin, 4:1, en rétt undir lok viðbótartíma skoruðu heimamenn og bættu stöðu sína ögn."

Myndir úr þessum leik má finna hér: http://vopnafjordur.123.is/album/default.aspx?aid=182184

Einherji - Samherji

"Um það mun engu logið að yfirburðir Einherja voru miklir lengstum og með hreinum ólíkindum að liðið skyldi ekki hafa skorað fleiri mörk en þau 3 sem liðið náði þó að skora. Í annað sinn á tímabilinu skoraði liðið mark sem ekki var dæmt sem slíkt, Davíð þrumaði knettinum í slána og augljóslega inn en aðstoðardómari kaus að halda öðru fram. Svo fór að liðið náði forystu með marki Gunnlaugs Bjarnar en áður en hálfleikurinn var úti höfðu heimamenn jafnað  1:1.

Mættu gestirnir grimmir til leiks í s. h. og réðu lögum og lofum á vellinum, þrátt fyrir færi gekk þó illa að koma knettinum í netið. Símon braut ísinn þegar liðið var á leikinn áður en Davíð bætti því 3ja við og tryggði öruggan sigur á eyfirðingum - og 3ja sigur Einherja í röð í deildinnni."
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Staðan í riðlinum:
  Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Dalvík/Reynir 6 5 1 0 21  -    3 18 16
2 Einherji 5 3 0 2 11  -    8 3 9
3 Leiknir F. 5 2 2 1 10  -    7 3 8
4 Magni 5 2 1 2   7  -  11 -4 7
5 Huginn 5 2 0 3   9  -    7 2 6
6 Draupnir 5 1 1 3   7  -  18 -11 4
7 Samherjar 5 0 1 4   3  -  14 -11 1

Næst á dagskrá er Leiknir kl 20:00 fimmtudaginn 1. júlí, á Vopnafjarðarvelli. Það þarf hvorki mikla stærðfræði- né knattspyrnuþekkingu til að sjá hversu gríðarlega mikilvægur sá leikur er. Sérstaklega þar sem það eru svo fáir leikir í riðlakeppninni - það má lítið út af bregða.

Fjölmennum svo á völlinn á fimmtudaginn

Áfram Einherji!

25.06.2010 14:00

Gönguferð

Göngu og skokkhópur Einherja auglýsir gönguferð á Vindfell á morgun laugardag ef veður leyfir. Lagt af stað frá íþróttahúsinu kl. 10:30. Við vonumst til að sjá sem flesta en farið verður á einkabílum að Gljúfursá og gengið þaðan. Nánari upplýsingar gefur Bjarney í síma 864 1206.

10.06.2010 23:13

3-0 gegn Hugin

Þangað til fyrir klukkustund síðan voru liðnir 11 mánuðir frá sigri meistaraflokks Einherja á Íslandsmóti, eða 8 leikir. Best er að vera ekkert að skafa ofan af því: Það er skelfilegt. Þess vegna var sigurinn í kvöld afskaplega sætur.Liðið í kvöld:

            Tomo

Arnar         Bjarni          Helgi        Daníel
     
Daði         Gísli               Símon      Davíð
       
                  Elmar            Ivo

Bekkur: Bjarki, Bjartur, Kristófer, Gulli, Siggi

Fyrri hálfleikurinn var eign Einherja frá upphafi til enda. Svo miklir voru yfirburðirnir að það vantaði bara lögfræðinga til að skrifa upp á formlega eign á hálfleiknum. Þetta sást strax í byrjun og gengu Huginsmenn um þessa eign Einherja af ansi mikilli virðingu þegar varnarmaður þeirra afgreiddi fyrirgjöf Daða glæsilega í hornið. Staðan 1-0 og leikurinn rétt að byrja. Síðan tók Einherji öll völd á vellinum. Samkvæmt óvísindalegri talningu fréttaritara átti Einherji 8 dauðafæri í fyrri hálfleik og nánast óskiljanlegt að boltinn skyldi ekki ******* yfir línuna. Þrátt fyrir þunga sókn og mörg færi var staðan ennþá 1-0 flautað var til leikhlés.

Í síðari hálfleik léku Einherjamenn á móti vindi og virtist það hafa eitthvað að segja um það að leikurinn varð mun jafnari. Þó hafði einnig mikið að segja að Seyðfirðingar mættu mun grimmari til leiks. Huginn fór að ná að skapa hættu og t.d. slapp sóknarmaður þeirra aleinn í gegn en Tomislav bjargaði glæsilega. Snemma í seinni hálfleik kom Gulli inn á fyrir Elmar og það heppnaðist svo sannarlega vel. Ekki leið langur tími þar til Gulli og Ivo voru komnir einir á móti fámennri vörn Hugins. Gulli gaf á Ivo sem var að komast í dauðafæri en var, að því er virtist (úr 100+ metra fjarlægð) rifinn niður og vítaspyrna dæmd. Gísli fór á punktinn og setti boltann örugglega í hornið - mikill léttir. Stuttu síðar var svo hinn sívinsæli "síðasti nagli", rekinn í líkkistu Hugins. Gulli tók sig til og sólaði meirihluta varnarmanna Hugins og renndi boltanum í markið. Glæsilega að verki staðið og 3-0 sigur í höfn.

Það var allt annað að sjá til liðsins í dag miðað við hvernig það var á móti Dalvík um síðustu helgi. Þó að andstæðingurinn hafi kannski ekki verið alveg jafn góður, þá áttu okkar menn góðan leik. Í raun er ekkert út á leik Einherja að setja og enginn sem átti lélegan dag. Það er kannski helst færanýtingin sem hefði mátt fara betur, svo það er ekki ólíklegt að það verði skotæfing á morgun. Það vakti athygli að uppstillingin í kvöld var talsvert öðruvísi en í síðasta leik og bara allt síðasta sumar. Þessi breyting virtist virka vel og Davíð og Helgi, sem voru báðir í nýrri stöðu, léku mun betur en síðast, auk þess sem vörn Hugins lenti í tómu veseni við að elta tvo framherja. Einnig ber að nefna að það var mjög gaman að sjá að varamennirnir mættu grimmir til leiks svo það er og verður samkeppni um stöður, sem er bara jákvætt.

Þrátt fyrir viðurstyggilegt veður var mætingin á völlinn ágæt, þó manni finnist alltaf að það mættu vera fleiri. Það var mjög gaman að sjá að nokkrir vaskir menn tóku sig til, mættu með trommur og hvöttu Einherja hátt og snjallt. Vonandi það sem koma skal!

Því miður er langt í næsta heimaleik en hann verður gegn Leikni þann 1. júlí

Áfram Einherji!

-KG

10.06.2010 09:11


EINHERJI AUGLÝSIR

Á næstunni verður nóg um að vera á Vopnafjarðarvelli, í dag fimmtudaginn 10. júní kl.20:00 eigast við Einherji og Huginn í meistaraflokki. Á sunnudaginn 13. júní kl.12:00 tekur svo sameiginlegt lið Einherja og Hattar í 4. flokki kvenna á móti KA. Loks eigast svo við Einherji og Sindri í 5. flokki en sá leikur fer fram á mánudaginn 14. júní kl. 17:00.


ALLIR Á VÖLLINN, ÁFRAM EINHERJI.

  • 1
Antal sidvisningar idag: 46
Antal unika besökare idag: 12
Antal sidvisningar igår: 32
Antal unika besökare igår: 22
Totalt antal sidvisningar: 308624
Antal unika besökare totalt: 74818
Uppdaterat antal: 15.9.2019 12:30:46