Færslur: 2010 Júlí

20.07.2010 11:30

Leikjanámskeið

Leikjanámskeið Einherja.

Næstu 4 vikurnar verður leikjanámskeið fyrir börn fædd á árunum 2002-2004.  Námskeiðið byggist upp á leikjum og skemmtilegheitum á íþróttavellinum milli klukkan 10-12. Ef farið verður í lengri ferðir verður það auglýst sérstaklega. Fyrirkomulagið verður þannig að börnin skrá sig og greiða fyrir hverja viku fyrir sig. Við byrjum á morgun þriðjudaginn 20. júlí     kl. 10 á íþróttavellinum. Umsjón með námskeiðinu hefur Bjarney G Jónsdóttir,leiðbeinandi  verður  Símon Svavarsson ásamt aðstoðarfólki

Verð og dagsetningar á námskeiðum:

20.júlí - 22. júlí (þri-fim)-1500 krónur á barn

26. júlí - 29. júlí (mán-fim)- 2000 krónur á barn

3.ágúst - 5.ágúst (þri-fim)- 1500 krónur á barn

9. ágúst - 12. ágúst (mán-fim)- 2000 krónur á barn

Mikilvægt er að börnin séu búin með tilliti til veðurs. Einnig er leyfilegt að hafa með sér ávaxtasafa og/eða ávöxt í nesti.

Vinsamlegast mætið tímalega á fyrsta degi hvers námskeiðs til að skrá börnin og greiða fyrir námskeiðið.

Nánari upplýsingar veitir Bjarney í síma 864 1206

Ungmennafélagið Einherji

05.07.2010 10:18

Kapphlaupið mikla ... í firðinum fagra!

Ungmennafélagið Einherji stendur fyrir spennandi ratleik laugardaginn 10. júlí sem hluti Vopnaskaks. Keppnin hefst kl. 10:30 og er mæting 15 mín. fyrr þar sem gögn eru afhent en farið er víða um þéttbýlið. Ratleikurinn er fyrir 14 ára og eldri og eru tveir saman í liði.

Skráning hjá Bjarney Guðrúnu í síma 864-1206 til og með fimmtudagsins 8. júli.

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13