04.04.2013 16:37

Dómaranámsskeið

Til stendur að halda dómaranámsskeið á Vopnafirði 14. apríl n.k um er að ræða 2-3 tíma námsskeið og svo verður próf viku seinna. Til þess að þetta sé hægt þá þurfum við að lágmarki 12 þátttakendur. Leikmenn Einherja eru sérstaklega hvattir til þess að skrá sig sem og aðrir áhugasamir. Skráning á ebkr@simnet.is eða í síma 898-7944 síðasti skráningardagur er 8. apríl. Námsskeiðið er fyrir 15 ára og eldri og það er ekkert þátttökugjald.

28.12.2012 08:56

Áramótahlaup/ganga Einherja!

 

Áramótahlaup/ganga, Einherja verður haldið 31. des, lagt verður af stað frá Einherjaheimilinu kl. 12:15  en skráning hefst þar kl. 12:00. Vegalengdir við allra hæfi: 3, 5, og 7 km, tökum nú þátt í skemmtilegum leik á síðasta degi ársins.

Einherji

27.12.2012 10:57

Jólahappdrætti

Dregið var í Jólahappdrætti Einherja 24. Desember, vinningar komu á eftirtalin númer:

1.            Samsung Galaxy Note spjaldtölva                                                                         Á miða númer 041

2.            Ferðavinningur frá Norlandair, Vop-Aku-Vop fyrir tvo                                    Á miða númer 079

3.            Gasgrill frá N1                                                                                                           Á miða númer 043

4.            Gisting fyrir tvo á Keahótelunum.                                                                        Á miða númer 148

5.            Landsbankakort frá Steiney.                                                                                 Á miða númer 046

6.            Gjafabréf flugeldar frá Hólma NS-56.                                                                  Á miða númer 143

7.            Gjafabréf flugeldar frá Hólma NS-56.                                                                  Á miða númer 123

8.            Úttekt í Bragabúð frá Málningaþjónustu Ingólfs                                               Á miða númer 218

9.            Gjafabréf í Íslensku Alparnir frá Sundleið                                                           Á miða númer 252

10.          Gjafabréf hársnyrtistofan SOLO                                                                            Á miða númer 200

11.          Snyrtivöruúttekt í Lyfsölunni, gefandi Vopnafjarðarhreppur.                        Á miða númer 215

12.          Snyrtivöruúttekt í Lyfsölunni, gefandi Vopnafjarðarhreppur.                        Á miða númer 130

13.          Gjafabréf í heilsurækt                                                                                             Á miða númer 292

14.          Gjafabréf í heilsurækt                                                                                             Á miða númer 065

15.          Gjafabréf frá Kauptúni                                                                                            Á miða númer 037

16.          Gjafbréf í Anný frá Bræðrum             .                                                                   Á miða númer 262

17.          Helgardvöl í íbúð Afls, gefandi Afl starfsgreinafélag.                                        Á miða númer 117

18.          Gjafabréf frá Hafblik                                                                                              Á miða númer 112

19.          Fiskur frá HBGranda                                                                                               Á miða númer 038

20.          Gjafabréf frá Greifanum Akureyri gefandi veitingahúsið greifinn                  Á miða númer140

21.          Gjafabréf frá Greifanum Akureyri,gefandi veitingahús Greifinn                     Á miða númer 095

22.          Veitingar á Hótel Tanga,frá Hótel Tanga.                                                            Á miða númer 107

23.          Veitingar á Hótel Tanga,frá Hótel Tanga.                                                           Á miða númer 151

 

Um leið og við sendum vopnfirðingum óskir um gleðilegt ár þökkum við frábærar móttökur á sölufólki okkar í ár sem og allan stuðninginn á árinu sem er að líða

Einherji

26.06.2012 11:07

Einherji - KH

Einherji- KH

Fyrir þennan leik voru Einherjamenn komnir sex stig úr fjórum leikjum og sátu þá í fimmta sæti D-riðils. Huginn sátu þá á toppnum með tíu stig en Leiknir, KH og Augnablik fylgdu fast á eftir með sjö stig hvert. Álftanes var einu stigi á eftir Einherja en Björninn og Skínandi sátu neðstir með þrjú stig. Þessi riðill hefur byrjað ótrúlega en líklegt er að eftir næstu umferðir muni skilja liðin betur að.

Aðstæður á Vopnafjarðarvelli voru ágætar miðað við tíðarfar þó svo hitinn hafi ekki verið langt yfir frostmörkum. Mætingin var ekki sú besta en þó ekkert til að skammast sín fyrir ef miðað er við aðdáendahópa í þriðju deildinni. Leikmenn sýndu sig og sáu aðra, Kristján Óli Sigurðsson var settur á upptökuvélina og lyft upp í himininn. Þá flautaði Viðar Örn Hafsteinsson og leikar hófust.

Fyrstu mínúturnar voru tíðindalitlar á meðan leikmenn spörkuðu sig í gang og fengu yl í kroppinn. Fyrsta færið kom þá á 5. mínútu þegar Sigurður Donys Sigurðsson náði fyrirgjöf inn á teyg. Boltinn fann höfuðið á Helga en færið var í lengri kantinum og boltinn endaði örugglega í höndunum á Steinari Loga Sigþórssyni.

Einherjamenn virkuðu ekki jafn öruggir á boltanum og í seinasta leik á móti Birninum og greinilegt var að Hlíðarendamenn væru töluvert sterkara lið. Heimamenn héldu áfram að sækja upp í horn og reyna fyrirgjafir. Á 10. mínútu var það Helgi Már Jónsson sem náði boltanum fyrir úr hægra horninu og þar var Bjartur Aðalbjörnsson mættur inn í teyg. Hann náði þó ekki til boltans því hafsentar KH voru með á nótunum og skölluðu boltann í horn. Það var svo Reece Richie sem tók hornið og Helgi Már Jónsson náði að skalla að marki en þar stóð Gunnlaugur Bjarnar Baldursson sem náði einnig að setja höfuðið í boltann. Boltinn straukst við varnarmann en breytti þó ekki um stefnu og endaði í netinu. Einherjamenn voru þar menn komnir yfir, 1-0.

Liðin héldu áfram að berjast og virtist leikurinn mjög jafn. Það var svo á 13. mínútu sem heimamenn fengu fyrstu aukaspyrnuna á hættulegum stað. Þá var brotið á Ryan McCann nokkrum metum fyrir utan teyg. Sigurður Donys Sigurðsson tók spyrnuna sem virtist, frá sjónarhorni áhorfenda, ætla inn. Það mátti þó heyra eitt alsherjar andvarp þegar stuðningsmenn sáu boltann sleppa naumlega framhjá.

Fljótlega fóru KH að láta finna fyrir sér og fóru að halda boltanum betur með tilheyrandi sóknum. Á 16. mínútu komu gestirnir upp vinstri kantinn og náðu fyrirgjöf. Ellert Finnbogi Eiríksson var þar tilbúinn og náði skoti á markið. Björn Halldórsson reyndi að grípa boltann en skotið reyndist of fast og boltinn kastaðist að fjærstönginni þar sem Einherjar reyndu að loka á markið. Einar Óli Þorvarðarson var þó fljótur af stað og náði að pota boltanum yfir línuna. Þar með voru KH fljótir að svara og staðan aftur orðin jöfn, 1-1.

Einherjamenn virtust slegnir og KH hélt áfram að sækja. Á 19. mínútu sóttu KH aftur upp vinstri kantinn og reyndu háa stungusendingu yfir Daníel. Hann náði þó naumlega að hreinsa boltann en þar var Sveinn Ingi Einarsson á réttum stað og reyndi viðstöðulaust skot. Skotið var fast en reyndist of hátt og dæmd var markspyrna.

Áfram hélt hörð barátta á miðjunni og Viðar Örn Hafsteinsson reif upp fyrsta gula spjaldið á 22. mínútu þegar Kristófer Þorgrímsson tæklaði Símon Svavarsson full ólöglega.

Það var svo á 25. mínútu þegar heimamenn urðu skelkaðir en þá reyndu KH háa sendingu inn í teyg og Ryan McCann náði til hans. Viðar Örn sá þó boltann fara í höndina á honum og dæmdi víti. Daði Már Steinsson fór á punktinn og tók ágætt víti neðarlega til vinstri. Reynsluboltinn Björn Halldórsson var þó fljótur að hugsa og varði vítið tígulega.

Þetta virtist gefa heimamönnum aukna von en hægði þó ekkert á gestunum því tveimur mínútum síðar náði Einar Óli Þorvarðarson að brjótast í gegn um vörn Einherja. Björn Halldórsson kom út úr markinu á móti honum og reyndi hann þá að "chippa" boltanum. Skotið var þó örlítið of fast og fór af slánni og í útspark. Einherjamenn gríðarlega heppnir að hafa ekki lennt undir á þessum tímapunkti.

Vopnfirðingarnir náðu loksins að láta reyna á Steinar Loga Sigþórsson þegar Daníel Smári Magnússon tók á sprettinn frá hægri kantinum. Hann réðst á vítateygsbogann og þóttist skjóta en potaði honum áfram. Hann náði svo fínu skoti með vinstri en Steinar Logi varði það.

Áhorfendur voru að venju hressir og létu heyra í sér. Það dróg þá til tíðinda á 32. mínútu þegar Sölvi Flosason vandaði leikmönnum kveðjurnar en þar var Magnús Þór Róbertsson réttur maður á réttum stað og stöðvaði Sölva með hnyttnu mótsvari. Frábær vörn hjá Magga, sérstaklega þar sem hann er vanur því að spila að einvörðungu sókn.

Á 34. mínútu stingur Sigurður Donys boltanum upp í horn þar sem Reece Richie er enn og aftur búinn að taka hlaup utan á hann. Reece nær að gefa boltann fyrir en hún er varin í horn. Hornið var tekið stutt eins og heimamönn prófuðu nokkrum sinnum í leiknum. Í þetta skiptið misstu þeir þó boltann en voru fljótir að ná honum aftur. Þar slapp Gunnlaugur Bjarnar upp í vinstra hornið og reyndi fyrirgjöf. Gjöfin var slæm en ef við flokkum hana sem skot þá mætti segja það gott þar sem að boltinn hafnaði í slánni en endaði svo yfir endamörkum.

Eftir þetta jafnaðist leikurinn enn frekar og lítið var um hættuleg færi. Leikurinn varð örlítið grófari og menn urðu önugir. Blóðheitustu leikmenn Einherja voru við sama heygarðshornið og breimuðu eins og óðar læður. Pirringurinn var ef til vill í hámarki þegar Daníel Smári Magnússon var ósáttur við dóm Viðars og henti boltanum í bræðingi í leikmann KH. Þetta gerðist þó í lok fyrri hálfleiks og eftir knús og kel í hálfleik voru leikmennirnir aftur til í slaginn.

Einherjamenn mættu mikið ákveðnari á völlinn í seinni hálfleik og voru fljótir að koma sér í færi. Á 47. mínútu átti Bjartur Aðalbjörnsson flotta fyrirgjöf eftir gott samspil við Sigurð Donys Sigurðsson. Gunnlaugur Bjarnar Baldursson var tilbúinn inn í teyg og reyndi skutluskalla en Steinar Logi ver.

Á 50. mínútu tekur Steinar Logi útspark fyrir KH og Sigurður Donys fer upp í skallaeinvígi og vinnur það vel. Heimamenn byrja sókn en Viðar Örn Hafsteinsson stoppar leikinn þar sem að leikmaðurinn liggur eftir einvígið gegn Sigurði Donys. Einhverra hluta vegna heldur hann um höfuðið þó svo engin snerting hafi verið. Ef til vill aðferðafræði sem má læra af EM. KH eru þó herramenn og gefa heimamönnum boltann um leið. Tveir áhorfendur klöppuðu enda er "fair play" ekki algengasta sjónin í þriðju deildinni.

Á þessum tímapunkti ákvað Þór Hinriksson að breyta leikskipulagi KH og skipaði þeim að spila 3-4-3 leikkerfi. Þetta flæktist eitthvað fyrir fyrirliðanum, Alexander Lúðvíkssyni, því næstu mínúturnar var hann alltaf að kalla á læriföður sinn og spyrja hann hvernig ætti að stilla upp.

Það sem var merkilegt við 51. mínútu var það að hinn bráðefnilegi varnarmaður, Kristófer Einarsson, brá út af vananum og plataði Einar Óla Þorvarðarson upp úr skónum. Kristófer er oftast sagður no-nonsense leikmaður en þar sýndi hann hvers hann er megnugur. Hann átti raunar eftir að gera þetta tvisvar aftur í leiknum.

Á 55. mínútu áttu heimamenn flotta sókn en þá voru Sigurður Donys og Bjartur Aðalbjörns búnir að skipta um kant, eins og oft áður. Þá náði Bjartur að stinga boltanum upp í horn á Reece Richie sem sendi boltann inn í teyg á Helga Má Jónsson. Helgi renndi boltanum þá á fjærstöngina til Ryan McCann en hann rennur í skotinu og boltinn fer yfir. Flott sókn engu að síður.

Á þessum tímapunkti varð leikurinn aftur frekar grófur og bæði lið orðin óþreyjufull. Einherji uppskar aukaspyrnu á hættulegum stað en Sigurður Donys skaut boltanum hátt yfir markið. Mínútu síðar á 58. mínútu er brotið á Bjarti Aðalbjörns í vinstra horninu en heimamenn ná ekki að ógna úr aukaspyrnunni. KH gerir þá skiptingu þar sem Albert Þórir Sigurðsson fer útaf fyrir Egil Einarsson.

Á 60. mínútu gera gestirnir þá aðra skiptingu þar sem að Fáskrúðsfirðingurinn Daði Már Steinsson fer útaf fyrir Björn Inga Árnason. Gaman að sjá þjálfarann geðþekka, Þór Hinriksson, slá Daða á rassinn eftir fínan leik. Þetta er frægt verðlaunakerfi sem hefur reynst fótboltaþjóðum við Miðjarðarhafið vel. Aldrei að vita nema KH komist langt á þessu.

63. mínúta. Viðar Örn Hafsteinsson er að dæma á lítið af brotum og leikurinn verður grófari með hverri mínútu. Hann reynir að grípa aftur í taumana og spjaldar Vincent Robert Ribo fyrir seina tæklingu. Helgi Már Jónsson fær að taka aukaspyrnuna og minnir hún mjög á spyrnu hans sem hafnaði í stönginni í seinasta leik. Þessi fer þó rétt framhjá.

Á 65. mínútu kemur þó upp annað atvik sem fær aðstandendur til að urra en þá er Gunnlaugur Bjarnar með boltann þegar Brynjar Hafþórsson kemur af krafti og sparkar hann niður. Boltinn berst á Sigurð Donys en Brynjar sparkar hann líka niður og nær boltanum. Viðar Örn sér ekkert að þessu og lætur leikinn halda áfram. KH menn eru klókir og sækja hratt á meðan heimamenn mótmæla dómaranum. Þeir ná skoti á markið en Björn Halldórsson ver það. Einherjamenn heppnir þar sem að miðjan var mjög lengi að skila sér í vörn.

70. mínúta. Leikurinn enn mjög grófur að svo virðist sem allir áhorfendur séu komnir með dómararéttindi.

Á 71. mínútu fá Einherjamenn aukaspyrnu og Kristófer Þorgrímsson fær gula spjaldið. Sigurður Donys tekur aukaspyrnuna en Kristófer nær ekki almennilega til boltans og hættan fjarar út. Kristófer Þorgrímsson var svo tekinn útaf fyrir Emil Jarl Kristjánsson.

Mínútu síðar fer Bjartur í 50/50 tæklingu þar sem báðir leikmenn liggja eftir en báðir hrista meiðslin af sér. Stuttu síðar reynir Símon Svavars að koma boltanum til vinstri en nær með því að negla í bakið á dómaranum.

Á 75. mínútu fær Einherji aukaspyrnu við endamörk vallarins. David Hannah og Kristófer Einars koma báðir fram áður en Sigurður Donys tekur spyrnuna fyrir markið. KH nær þó að hreinsa en Sigurður Donys nær fær boltann og skýtur framhjá.

Mínútu síðar nær Helgi Már að þröngva sér í gegn um vörn KH, reynir að setja boltann fyrir markið en varnarmaður kemst inn í sendinguna. Allir heimta að Viðar Örn dæmi hendi en hann neitar.

Það var svo á 77. mínútu sem fyrrverandi Einherjamaðurinn, Hallgrímur Dan Hallgrímsson, kom inn á völlinn. Að sjálfsögðu voru fagnaðarlætin mikil og þá sérstaklega vegna þess að heimamenn heimtuðu að hann myndi skora sjálfsmark. Vincent Robert Ribo fór útaf og greinilegt var að KH væru búnir að gefast upp á því að hafa aðeins þrjá í vörn.

Á 78. mínútu var Reece Richie með boltann en var þá jarðaður af Emil Karli Kristjánssyni og gaf Viðar Örn honum gult spjald fyrir gjörninginn.

Mínútu síðar kjötaði Helgi Már Jónsson sig í gegn um vörnina og kom boltanum á markið. Skotið var varið út í teyg og þar tók Gunnlaugur Bjarnar sprettinn í boltann. Hann reyndi að renna sér í skotið en náði ekki boltanum og braut á varnarmanni. Þarna voru heimamenn ekki langt frá því að skora.

Á 81. mínútu fær Björn Ingi Árnason boltann á hægri kantinum og tekur á rás. Hann nær þá að hlaupa upp allan kantinn og setur boltann fyrir. Björn Halldórsson var þó ekki í miklum vandræðum með það að grípa boltann. Einherjamenn flýta sér í sókn og koma sér í hættulega stöðu þegar Bjartur er í þann mund að sleppa í gegn en álítur varnamennina sækja of hratt að sér. Hann reynir þá skot í vinstra horni teygsins en skotið fer yfir.

Á 83. mínútu eru KH ennþá að spila fast og Einherjamenn sækja á fullu. Bjarki Björnsson, sem var nýkominn inn á fyrir Helga Má Jónsson, fær boltann og tekur á rás á kantinum. Hann kemst þó ekki langt því að Brynjar Hafþórsson er fljótur að negla hann niður í grasið. Viðar Örn leyfir honum að sjá flotta gula spjaldið sitt.

Mínútu síðar er Reece Richie kominn með boltann fyrir utan teyg og reynir langskot. Vopnfirðingurinn, Hallgrímur Dan, lokar á skotið og fær þar gott högg. Spekúlantar í stúkunni velta því fyrir sér hvort það sjái á honum eftir höggið en Steingrímur Róbert Árnason telur hann ekki geta versnað. Eftir atvikið nýta KH fimmtu og seinustu skiptinguna sína en þá kemur Ásmundur Þór Sverrisson inn á fyrir Ingólf Pál Ingólfsson.

Það er svo á 86. mínútu þegar heimamenn eru enn einu sinni komnir í vænlega stöðu. Þá gerir Daníel Smári Magnússon vel og er kominn upp að endamörkum KH. Hann reynir að renna boltanum út í teyg en KH hreinsa í horn. Einherjamenn taka hornið stutt og Reece Richie reynir annað langskot en það er varið í þetta skiptið.

88. mínúta. KH eru búnir að pakka í vörn og Einherjamenn þjarma að þeim. Hornspyrna er tekin og David Hannah skallar boltann að marki. Boltinn fer þó í hausinn á Hallgrími Dan og lendir ofan á þaknetinu. Einherjamenn taka hornið stutt og þá hefst stórskotahríð þar sem þrjú skot hafna í varnarmúr KH. Seinasta skotið fer á markið en það er gripið af Steinari Loga Sigþórssyni.

Mínútu síðar gera Einherjamenn skiptingu og er það ofurbomban, Daði Petersson, sem kemur inná fyrir Gunnlaug Bjarnar Baldursson.

Á 90. mínútu ætla KH að drífa sig í sókn og stela einu marki. Þar er kempan Hallgrímur Dan kominn upp kantinn og reynir fyrirgjöf með vinstri. Hún fer þó ekki eins og hann hafði ætlað og Einherji fær markspyrnu.

Á 91. mínútu potar Sigurður Donys boltanum upp í horn á Daníel Smára og hleypur svo sjálfur inn í teyg. Daníel sendir flottan bolta fyrir markið á Sigurð Donys sem nær ekki að skalla boltann en reynir að taka "hönd guðs", eins og Maradonna gerði frægt um árið. Viðar Örn sá það auðveldlega eins og flestir aðrir og gaf honum gult spjald.

Seinasta sóknin kom svo á 92. mínútu þegar Bjartur Aðalbjörns á flotta stungu inn fyrir vörnina á Bjarka Björnsson en línuvörðurinn flaggar og Viðar Örn flautar. Með því var leik fljótlega lokið og úrslitin augljós. 1-1.

Þar með eru KH komnir í 3. sæti og Einherji í því 5.

        FÉLAG       L        U         J            T              MÖRK                   STIG

1    Huginn      5         4          1            0              20  -    8                                13

2   Leiknir F.   5         3          1            1              12  -    5                                10

3   KH                6         2          2            2                 8  -  14                                8

4   Augnablik 5         2          1            2              19  -  14                7

5   Einherji      5         2          1            2              11  -    9                                7

6   Álftanes    5         1          2            2              10  -  11                5

7   Björninn    4         1          0            3                 3  -  11                                3

8   Skínandi    5         1          0            4                 7  -  18                                3

12.06.2012 11:09

Umfjöllun, Einherji-Björninn


Einherji- Björninn
Björninn og Einherji komu með svipað hugarfar inn í leikinn þar sem að bæði lið höfðu tapað fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu en borið sigur úr býtum í þriðju umferð. Þess má þá geta að sigrarnir komu í báðum tilvikum í fyrsta heimaleik liðanna.

Stuðningsmenn Einherja hafa verið duglegir að mæta á leiki og greinilegt er að miklar vonir eru bundnar liðinu fyrir þetta tímabil, sbr. um það bil sextíu manna stuðningslið sem fór í seinasta útileik.

Að kynningum og handaböndum loknum flautaði Jón Óskar Þórólfsson og leikar hófust.

Einherjamenn byrjuðu vel og greinilegt var að þeir ætluðu að halda uppteknum hætti á heimavelli. Strax á 7. mínútu kom fyrsta færið en þá kom fín fyrirgjöf en Andri Þór Arnarson varði vel. Boltinn barst út á framherja Einherja, Helga Má Jónsson, en hann hitti ekki boltann og sóknin rann út í sandinn.

Einherjar héldu áfram að sækja upp kantana þar sem að Sigurður Donys Sigurðsson dældi boltum fyrir markið en varnarmenn Bjarnarins voru héldu höfði og náðu alltaf að stýra hættunni frá.

Á 13. mínútu mátti sjá varnareðlið í Helga Má Jónssyni þar sem hann tæklaði varnarmann Bjarnarins og Jón Óskar dæmdi réttilega aukaspyrnu. Birnirnir frá Grafarvogi flýttu sér þá í sókn en voru dæmdir rangstæðir af hinum helstrípaða línuverði, Viðari Jónssyni.

Tveimur mínútum síðar náði Einherjamaðurinn, Bjarki Björnsson, að troða sér í gegn um miðjuna með mikilli elju. Hann var þá tekinn niður og aukaspyrna dæmd. Sigurður Donys Sigurðsson tók þá spyrnuna sem fór rétt yfir markhornið þrátt fyrir að hafa haft viðkomu í varnarveggnum.

Á 18. mínútu var vinnuþjarkurinn Bjarki Björnsson enn að ógna miðju Bjarnarins og náði þá að stinga boltanum upp í hornið þar sem að Ryan McCann hafði laumað sér. Hann setti þá boltann fyrir en varnarmenn Bjarnarins hreinsuðu í horn og voru þá heppnir að hafa ekki sett boltann í sitt eigið mark.

Tveimur mínútum síðar kom enn ein fyrirgjöfin frá Sigurði Donys Sigurðssyni og náði Helgi Már Jónsson að setja boltann á markið en Andri Þór Arnarsson var enn á tánum og varði vel.

Vopnfirðingarnir höfðu stjórnað leiknum en Björninn hafði þó stundum verið nálægt því að komast í færi. Björn Halldórsson var að spila sinn annan leik fyrir Einherja eftir að hafa tekið hanskana af hillunni þegar markvörður Einherja meiddist. Hann hafði þá verið klókur að loka á sóknarmenn Bjarnarins áður en þeir náðu að skapa almennileg færi.

Á 25. mínútu tók Sigurður Donys sér frí frá fyrirgjöfunum og sótti á vítateigsbogann. Hann fór þá illa með tvo og reyndi að setja boltann innanfótar. Boltinn lenti hársbreidd utan við stöngina.

Það var þá loks á 28. mínútu sem sóknir Einherjamanna báru ávöxt. Þá hafði múlasninn, Bjarki Björnsson, enn unnið vel á miðjunni og stakk honum upp í horn á hálfheimsmethafann, Ryan McCann. Hann setti boltann fyrir markið en í þetta skipti voru Grafarvogsmenn ekki jafn heppnir í hreinsuninni. Leifur Kristjánsson varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Vopnfirðingum var þó sama hver skoraði og fögnuðu ærlega. Þá heyrðist vel í þeim 120 stuðningsmönnum sem höfðu mætt á völlinn og að sjálfsögðu tók bílflautukórinn undir sönginn.

Þetta mark gaf Vopnfirðingunum aukna von og þeir héldu áfram að sækja. Á 31. mínútu hélt hinn smágerði Bjarki Björnsson áfram að vöðva menn og bar boltann upp miðjuna. Hann sendi þá boltann á Helga Má Jónsson sem reyndi að stinga boltanum inn fyrir vörnina en vörnin hreinsaði. Þar var hálfmaðurinn, Símon Svavarsson, réttur maður á réttum stað og náði að skalla knöttinn. Boltinn fór þó yfir markið.

Þremur mínútum síðar vann Bjartur Aðalbjörnsson boltann glæsilega fyrir heimamenn og þeystist upp völlinn með Helga Má og Bjarka. Þegar kom að stungusendingunni fór hún þó rétt fyrir aftan Helga Má og voru varnarmenn Bjarnarins heppnir að hreinsa.

Á 36. mínútu voru Einherjamenn komnir ofarlega á völlinn og reyndi Björninn að nýta sér það. Slapp þá sóknarmaður í gegn um vinstra hornið en Björn Halldórsson var enn vakandi í markinu og náði að loka vel.

Símon Svavarsson hafði reynt langskot fyrr í leiknum en það skoppaði í fangið á Andra Þór Andrasyni. Á 39. mínútu hafði Símon þó fundið styrkinn og þrumaði boltanum að marki en boltinn strauk þá þverslánna.

Tveimur mínútum síðar kom hægri bakvörðurinn, Daníel Smári Magnússon, með í sóknina og náði að plata þrjá menn áður en hann sendi lága sendingu fyrir markið. Björninn hreinsaði í horn og náðu þá einnig að skalla hornspyrnuna frá marki. Þar beið þó Ryan McCann og tók hann skot sem fór framhjá.

Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma átti Bjartur Aðalbjörnsson frábæra tæklingu en Jón Óskar Þórólfsson sá hana frá röngu sjónarhorni og dæmdi brot. Einherjamenn unnu boltann þó fljótt aftur en misstu hann svo út af vellinum. Björninn missti þó boltann um leið þar sem að leikmaður þeirra var kominn inn á völlinn þegar hann tók innkastið og það fór ekki framhjá tyggjótöffaranum Viðari Jónssyni. Þetta lagðist ekki vel í þá og straujuðu þeir fyrsta mann sem fékk boltann. Sá óheppni var vinstri bakvörðurinn geðprúði, Reece Richie.

Jón Óskar Þórólfsson fékk svo loks að sýna mönnum gula spjaldið sitt þegar markaskorarinn Leifur Kristjánsson var áminntur fyrir að brúka munn á 48. mínútu.

Fyrri hálfleikur endaði svo með því að Sigurður Donys Sigurðsson, sem hafði fært sig yfir á hægri kantinn, fór illa með þrjá varnarmenn en átti svo skot í hliðarnetið.

Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega á 45. mínútu þar sem að Bjartur Aðalbjörnsson náði að skalla fyrirgjöf frá Sigurði Donys eftir að þeir Daníel Smári höfðu farið illa með varnarmenn. Boltinn lenti í stönginni og dansaði í kring um marklínuna. Jón Óskar var ekki viss hvort boltinn hafði farið inn en línuvörðurinn Magnús Björgvin Svavarsson var handviss og dæmt var mark. Einherji komnir í 2-0 forystu.

Á 47. mínútu sóttu þeir Bjarki Björnsson, Sigurður Donys og Helgi Már á þrjá varnarmenn en Bjarki var of seinn að losa sig við boltann. Björninn náði þar af leiðandi að losa hættuna.

Gestirnir flýttu sér þá í sókn en varnarmaðurinn ungi, Kristófer Einarsson, náði að hreinsa og mátti prísa sig sælan að hafa ekki skorað sjálfsmark. Björninn hélt áfram að reyna fyrirgjafir en þjálfarinn David Hannah og Kristófer Einarsson stóðu vaktina og skölluðu allt frá.

Á 50. mínútu sendi Sigurður Donys boltann inn fyrir vörn Bjarnarins og þar slapp Helgi Már Jónsson en fyrsta snertingin var föst og Andri Þór Arnarsson kom út úr markinu. Þeir lentu þá saman í boltann en Helgi virtist setja takkana á undan sér. Það fékk ekki á Andra Þór og héldu þeir áfram að slást um boltann. Helgi vann og skaut framhjá en þá hafði Jón Óskar þegar flautað og Andri Þór var farinn að veltast um úr sársauka. Helgi fékk réttilega gult spjald þó svo það hafi ekki verið fyrir leikræna tilburði Andra Þórs Arnarssonar.

Næstu fimm mínúturnar átti Björninn þrjár sóknir en þær bitu ekki nægilega fast til að ógna Birni Halldórssyni. Þá kom upp skemmtilegt atvik þar sem að Björn varði en þurfti að kasta sér á boltann til að halda honum. Þá heyrðust mótmæli frá hinum enda vallarins þar sem að hinn skrautlegi Andri Þór Arnarsson sakaði Björn um tefja leikinn. Þetta virtist hlýja stuðningsmönnum þar sem að napurt var í veðri.

Á 58. mínútu kom Gunnlaugur Bjarnar Baldursson inn á völlinn fyrir Bjarka Björnsson og greinilegt að Einherjamenn ætluðu ekki að láta sér nægja tvö mörk. Hann var þó jarðaður í fyrsta skiptið sem hann snerti boltann en Jóhann vildi ekki dæma á það. Björninn náði þá boltanum í stutta stund en Bjartur Aðalbjörnsson tók þá hefnibrot fyrir vin sinn Gunnlaug Bjarnar. Jóhann sýndi Bjarti þá gula spjaldið en þá sauð verulega upp úr nokkrum blóðheitum Einherjamönnum. Reynslumeiri menn náðu þó að draga þá yngri frá dómaranum og eftir nokkrar mínútur gat leikurinn haldið áfram. Þó svo áhorfendur og leikmenn hefðu reynt að minna á það að Einherji stýrði leiknum var blóðhitinn enn hár og Daníel Smári Magnússon fékk einnig gult spjald fyrir að brúka munn. Þá var Bjarti skipt út af fyrir Daða Petersson en Bjartur hafði átt frábæran leik. Á sama tíma gerði Björninn skiptingu þar sem að Jörgen Þór Halldórsson kom inn á fyrir Finnboga Rút Finnbogason.

Þegar allir höfðu róast hélt Einherji áfram að sækja og á 67. mínútu átti Sigurður Donys þá enn eina stungusendinguna en þá slapp Gunnlaugur Bjarnar Baldursson í gegn og kláraði vel undir Andra Þór í markinu. 3-0 fyrir Einherja og Björninn virtist missa alla von þar sem að þeir reyndu skot eftir að hafa tekið miðjuna en það var auðvelt fyrir Björn Halldórsson.

Á 71. mínútu fóru heimamenn í skyndisókn eftir að Björn Halldórsson hafði gripið fyrirgjöf Bjarnarins. Sigurður Donys slapp þá inn á mark frá vinstra horninu eftir góðan samleik. Hann var þá tæklaður aftan í fæturna og Jóhann dæmdi víti en sleppti þó spjaldinu. Sigurður Donys tók vítið sjálfur og setti það örugglega niðri við vinstri stöngina. Andri Þór Arnarsson sá þó við honum og varði vítið glæsilega.

Stórsóknirnar héldu svo áfram hjá heimamönnum og mínútu seinna gerði Gunnlaugur Bjarnar vel þar sem hann náði að halda boltanum í hægra horni vallarins. Einherjar náðu þá að spila og barst boltinn á baráttuhundinn, Símon Svavarsson, og ætlaði hann í þetta skiptið að skora úr langskoti sínu. Boltinn hafnaði þó í slánni en lenti í miðjum markteig þar sem að Helgi Már Jónsson beið eins og hrægammur og renndi boltanum í gegn um klofið á Andra Þór Arnarssyni. 4-0 fyrir Einherja.

Björninn náði ágætri sókn í kjölfari marksins en Björn Halldórsson náði enn einu sinni að loka á fyrirgjöfina. Hann sparkaði þá boltanum fram og Gunnlaugur komst upp í hornið þar sem hann gaf boltann fyrir markið. Helgi Már Jónsson var þar manna hæstur og náði að skalla boltann ofarlega á markið. Andri Þór Arnarsson varði það stórkostlega og boltinn fór í horn.

Á 78. mínútu átti Sigurður Donys fyrirgjöf á Helga Má en hann náði ekki að hitta boltann og Björninn hreinsaði. Þá gerði Björninn aðra skiptingu þar sem að Freyr Heiðarsson kom inn á fyrir Elvar Örn Guðmundsson.

Stuttu síðar átti miðjumaðurinn Ryan McCann stungusendingu út í hægra hornið þar sem að Sigurður Donys náði boltanum. Hann sótti strax á markið og fór fram hjá varnarmanni með rándýrum skærum. Skotið var þó ekki jafn dýrt og endaði í hliðarnetinu.

Næstu mínútur einkenndust af því að Einherji pressaði hátt og Björninn náði ekkert að spila boltanum en náðu þó alltaf að stoppa sóknir heimamanna.

Það var svo á 82. mínútu sem að Björninn náði að bíta til baka og kom þá góður bolti frá vinstri kanti á fjærstöng þar sem að leikmaður Bjarnarins var einn og óvaldaður. Björn Halldórsson óð út í hann en boltinn barst á Jörgen Þór Halldórsson sem gerði sér lítið fyrir og labbaði með boltann síðustu tvo metrana yfir marklínuna.

Þremur mínútum síðar fékk Daníel Smári Magnússon boltann á eigin vallarhelmingi og snéri til að senda aftur á varnarmann. Þá fékk hann fljúgandi leikmann Bjarnarins í bakið og féll við. Jóhann var upptekinn að öðru og dæmdi ekkert. Aðstandendur létu vel heyra í sér þar sem að Daníel lá eftir og hélt um höfuðið en Jóhann vildi ekki stoppa leikinn. Björninn nýtti sér ruglinginn og áttu þeir langskot sem sleikti markvinkilinn. Þá fór Jóhann að skoða Daníel en liðsstjóranum Magnúsi Má Þorvaldssyni leist ekkert á það hvernig farið var með son hans og lét heyra í sér. Jóhann varð þá þreyttur á Magnúsi og sýndi honum gula spjaldið. Hann spurði þá hvað Magnús héti til þess að bóka hann en efaðist um að trúverðugleika Magnúsar þegar hann sagðist heita Andrés Önd. Til þess að forðast allan misskilning sýndi hann honum rauða spjaldið og ákvað að ganga frá þessu seinna.

Leikurinn hélt áfram og tveimur mínútum síðar fékk fyrirliðinn, Sigurður Donys, gult spjald fyrir að tefja aukaspyrnu Bjarnarins. Síðustu andartök leiksins voru þá frekar róleg þó svo Björninn hafi blásið til stórsóknar. Þeir voru í þrígang dæmdir rangstæðir og Einherjar virtust nokkuð rólegir í þriggja marka forskotinu.

Jóhann flautaði loks leikinn af og er óhætt að segja að leikurinn hafi verið bráðskemmtilegur og fullur af fjöri. Með þessu komast Einherjamenn upp í fjórða sætið með 6 stig en Björninn verður að sætta sig við botnsætið í bili með 3 stig. Það er þó nokkuð ljóst að þessi riðill verður spennandi því eftir fjórar umferðir hafa öll lið knúið fram sigur og öll lið beðið ósigurs nema Huginn sem eru á toppnum með 10 stig.

06.03.2012 20:29

A.T.H. breytt æfingatafla hjá flestum flokkum

 

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

 

 

 

 

Leikskóli, 1. og 2. bekkur

 

1. - 3. b. stelpur

 1.- 3. b. stelpur

 

13:20-14:10

 

 

 

2. - 4. b. strákar

 

14:20-15:20

2. - 4. b. strákar

 

14:20-15:20

4. - 7. b. stelpur

 

14:30-15:30

2. - 4. b. strákar


14:10-15:10 

4. - 7. b. stelpur

 

14:10-15:10

 

 

 

5. - 6. b. strákar

 

15:20-16:20

4. - 7. b. stelpur

 

15:20-16:20

5. - 6. b. Strákar

 

15:30-16:30

5.-6. b. strákar15:10-16:10

 

 

 

 

8. - 10. b. stelpur

 

16:30-17:30

7. - 10. b. strákar

 

16:30-17:30

7. - 10. b. strákar

 

16:30-17:30

7. - 10. b. strákar

 

16:10-17:10

 

 

 

 

 

 

 

8. - 10. b. stelpur

 

17:30-18:30

 

8. - 10. b. stelpur

 

17:10-18:10

 

 

 

Þjálfari 1.- 7.  bekkjar                     Sigurður Donys Sigurðsson              s: 858-7372

Þjálfari 8.-10. bekkjar kvk.              Einar Björn Kristbergsson                 s: 898-7944

Þjálfari 7.-10. bekkjar kk.               Aðalbjörn Björnsson                         s: 899-0408    

Frí: 1. - 2. mars / 30. mars - 11. apríl.

 

23.02.2012 10:46

Páskaegg

Páskaegg!

Við erum að fara að panta hin geysivinsælu Kólus páskaegg, þetta eru annarsvegar venjuleg egg og svo boltaegg, eggin eru 900 grömm og  full af nammi, ef þú hefur áhuga þá er hægt að panta egg hjá Lindu í síma 892-2382. Síðasti pöntunardagur er mánudagurinn 27. febrúar.

Einherji     

09.01.2012 20:15

Æfingtafla Einherja

                            Æfingatafla Einherja 5. jan. - 18. maí 2012

 

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

 

 

 

 

1. - 3. b. stelpur

 

13:20-14:20

1. - 3. b. stelpur

 

13:20-14:20

 

 

 


1.- 3. b. stelpur

 

13:20-14:10

 

 

 

2. - 4. b. strákar

 

14:20-15:20

2. - 4. b. strákar

 

14:20-15:20

4. - 7. b. stelpur

 

14:30-15:30

2. - 4. b. strákar13:30-14:30

4. - 7. b. stelpur

 

14:10-15:10

 

 

 

5. - 6. b. strákar

 

15:20-16:20

4. - 7. b. stelpur

 

15:20-16:20

5. - 6. b. Strákar

 

15:30-16:30

5.-6. b. strákar14:30-15:30

 

 

 

 

8. - 10. b. stelpur

 

16:30-17:30

7. - 10. b. strákar

 

16:30-17:30

7. - 10. b. strákar

 

16:30-17:30

7. - 10. b. strákar

 

15:30-16:30

 

 

 

 

 

 

 

8. - 10. b. stelpur

 

17:30-18:30

 

8. - 10. b. stelpur

 

16:30-17:30

 

 

 

Þjálfari 1.- 7.  bekkjar                     Sigurður Donys Sigurðsson              s: 858-7372

Þjálfari 8.-10. bekkjar kvk.              Einar Björn Kristbergsson                 s: 898-7944

Þjálfari 7.-10. bekkjar kk.               Aðalbjörn Björnsson                         s: 899-0408    

Frí: 1. - 2. mars / 30. mars - 11. apríl.

 

27.12.2011 11:39

Jólahappdrætti

Jólahappdrætti Einherja 2011 vinningaskrá:

1.      vinningur, sjónvarp á miða númer                                               112

2.      vinningur, flugfar á miða númer                                                  240

3.      vinningur, gasgrill á miða númer                                                  216

4.      vinningur, KEA gisting á miða númer                                           86

5.      vinningur, gjafabréf Byko á miða númer                                     98

6.      vinningur,flugeldar á miða númer                                               188

7.      vinningur,flugeldar á miða númer                                               93

8.      vinningur,helgardvöl í íbúð Afls á miða númer                          292

9.      vinningur,gjafabréf í Kauptúni á miða númer                             243

10.  vinningur,gjafabréf frá Solo á miða númer                                    102

11.  vinningur,snyrtivörur í lyfsölunni á miða númer                       144

12.  vinningur,snyrtivörur í lyfsölunni á miða númer                       146

13.  vinningur, tækjakort í íþróttahúsinu á miða númer                  21

14.  vinningur , tækjakort í íþróttahúsinu á miða númer                 94

15.  vinningur , tækjakort í íþróttahúsinu á miða númer                 76

16.  vinningur,gjafabréf frá Hafblik á miða númer                            30

17.  vinningur,veitingar á Hótel Tanga á miða númer                       278

18.  vinningur,veitingar á Hótel Tanga á miða númer                       298

19.  vinningur,gjafabréf frá hársnyrtistofa Þórhildar                        294

20.  vinningur,gjafabréf frá Greifanum á miða númer                       277

21.  vinningur,gjafabréf frá Greifanum á miða númer                        42

22.  vinningur,gjafapoki frá Ljósálf. Egilsst. á miða númer                 108

Nánari upplýsingar fást hjá Einari í síma 898-7944 og Lindu í síma 892-2382.

Þökkum góðan stuðning á árinu sem er að líða. 

Einherji

31.08.2011 10:52

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Einherja verður fimmtudaginn 1. september í félagsheimilinu Miklagarði kl. 18:00, allir krakkar sem voru að æfa í sumar eru velkomnir ásamt foreldrum sínum.

18.08.2011 09:50

Næstkomandi laugardag 20. ágúst leikur Einherji síðasta leik sinn í 3. deildinni í sumar , leikið verður við Sindra á Vopnafjarðarvelli kl.14:00, frá kl.13:00 verða seldir hamborgarar og gos á vellinum auk þess sem áhorfendum verður gefinn kostur á því að kjósa leikmann ársins.

16.08.2011 08:17

4. flokkur

Strákarnir okkar í 4. flokki er komnir í úrslit á íslandsmótinu í keppni 7 manna liða, úrslitin fara fram í Borgarnesi helgina 20.-21. ágúst.

# Leikdagur kl Leikur Völlur      
1 lau. 20. ágú. 11 13:00 Skallagrímur - Einherji Skallagrímsvöllur      
2 lau. 20. ágú. 11 13:00 Hrunamenn - Kormákur Skallagrímsvöllur      
3 lau. 20. ágú. 11 15:30 Skallagrímur - Hrunamenn Skallagrímsvöllur      
4 lau. 20. ágú. 11 15:30 Einherji - Kormákur Skallagrímsvöllur      
5 sun. 21. ágú. 11 11:00 Kormákur - Skallagrímur Skallagrímsvöllur      
6 sun. 21. ágú. 11 11:00 Hrunamenn - Einherji Skallagrímsvöllur      
 

Þá er bara að vona að okkar mönnum gangi vel um næstu helgi.

03.08.2011 16:23

Ótitlað


Króksmót 2011

Dagskrá

Föstudagur 5. ágúst

Frá 18.00
Afhending gagna og mótttaka liða í Árskóla. Liðin gista í Árskóla við Skagfirðingabraut, Árskóla við Freyjugötu, Fjölbrautarskólanum og jafnvel á fleiri stöðum.

Kl. 22.00

Þjálfara/fararstjórafundur


Laugardagur 6. ágúst

Kl. 7:00-8:30
Morgunmatur í íþróttahúsi: Súrmjólk, Cherioos, brauð og ávextir.

Kl. 8:30
Setningarathöfn hefst.
Allir þátttakendur mæti á knattspyrnuvöllinn næst íþróttahúsi, þaðan mun skrúðgangan fara af stað inn á íþróttasvæðið, í framhaldi verður stutt setningarathöfn.

Kl. 09:30
Fyrstu leikirnir hefjast.

Kl. 12:00
Grillað í góðum gír á íþróttavellinum. Grillaðar pylsur og svali í boði fyrir alla vallargesti.

Kl. 19:00
Leikjum laugardags lokið.

Kl. 18:00 - 20.00
Kvöldverður í íþróttahúsi, í matinn verður Lasagne.

Kl. 20:30 - 21.30
Kvöldskemmtun fyrir strákana á íþróttavelli.

Kl. 22.00
Þjálfara- og fararstjórafundur á kennarastofu í Árskóla, kökur og fínerí.


Sunnudagur 7. ágúst

Kl. 7:00-9:00
Morgunmatur
í íþróttahúsi.

Kl. 8:30
Leikir hefjast á ný.

Kl. 11:30 - 13:30
Hádegisverður í íþróttahúsi, í matinn verður pizza frá Sauðárkróksbakarí og kók í boði Vífilfells.

Kl. 15:30
Leikjum dagsins lokið.
Verðlaunaafhending

Kl. 16:00
Mótsslit


Nánari upplýsingar inná.  http://www.tindastoll.is/index.php?pid=1814


27.07.2011 11:04

Æfingar

Engar æfingar verða hjá yngri flokkum félagsins á morgun fimmtudaginn 28. júlí, næstu æfingar verða þriðjudaginn 2. ágúst.

24.07.2011 16:01

Reycup

Þær gerðu góða ferð Einherjastelpurnar í 3.flokki á Reycup sem var að ljúka í dag, þær lentu í öðru sæti í keppni í 7 manna liðum og auk þess fengu þær háttvísiverðlaun KSÍ, við munum væntanlega birta myndir frá mótinu á næstunni.
  • 1
Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317804
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 08:16:11