21.01.2008 09:25

Ófært ,,,,,,,sorry

Það er alltof oft sem við gleymum því að það er allra veðra von á Íslandi. Í gær 20.Janúar ætluðum við  að fara á Fáskrúðsfjörð með  5.flokk kv. á nokkrum bílum til að taka þátt í Íslandsmótinu innanhúss (FUTSAL) og höfðu þær æft  vel til að gera sitt besta,en á það reyndi ekki því brjáluð hríð og rok aðfaranótt sunnudagsins og ófærð í kjölfarið gerðu það að verkum að við komumst ekki neitt og voru örugglega einhverjar hálf fúlar út í veðurguðina. En svona er Ísland. Það góða er að vonda veðrið og ófærðin voru víðar en hér og mótinu var frestað um amk.1/2 mánuð svo við bíðum bara og vonumst eftir góðu veðri þá.

GAG
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 308757
Samtals gestir: 74835
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 16:02:03