12.03.2008 08:11

Dósasöfnun 4. og 5. bekkjar.

Það var ánægjuleg dósasöfnun sem fram fór um kvöldmatarleytið í gær, þrátt fyrir leiðindaveður til að hlaupa á milli húsa með svarta plastpoka í eftirdragi og falast eftir tómum dósum til styrktar Einherja. Afraksturinn var svo keyrður niður á vöruafgreiðslu af foreldrum sem síðan sameinuðust við að flokka og telja allt heila klabbið og margar hendur unnu létt verk svo að þetta tók fljótt af og afraksturinn var 4132 dósir/flöskur sem  gera 41.320 krónur.

Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og foreldrum 4. og 5. bekkjar barna verð ég að hrósa fyrir samtakamátt sem ætti að vera öðrum til eftirbreytni.

Gísli Arnar
Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310795
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 09:44:42