20.06.2008 23:34

Fjarðabyggð 1 - Einherji/Huginn

í Gær fimmtudaginn 19.Júní fórum við í Einherja, Einherja/Huginn austur á Fáskrúðsfjörð og lékum við lið nr 1 hjá Fjarðabyggð í karlaflokki og kvennaflokki í 5.flokki. það er skemst frá því að segja að strákarnir áttu engin svör við góðu liði Fjarðabyggðar1  sem var vel skipað og áður er við vorum almeinilega byrjaðir höfðu þeir sett 3 mörk á okkur og það var óhætt að segja að vörnin hjá okkur hafði nóg að gera og Rökkvi var flottur í markinu . Við fengum ekki mörg færi til að sækja á þá en loka staðan var 8 - 3 ( 4 - 1 í hálfleik ) við sóttum aðeins í okkur veðrið í byrjun seinni hálfleiks og eygðum smá vonarglætu þegar Siggi Vopni setti sitt 3ja mark en því miður stóð það ekki lengi og lokatölur eins og áður sagði 8 - 3 og við nýttum öll okkar færi.

okkar lið : Arnar,Helgi,Sindri,Rökkvi,Siggi,Sverrir,Logi,  Óliver,Viktor

Stelpurnar okkar höfðu alla möguleikana í hendi sér er þær kepptu við Fjarðabyggð 1 en augljóst var að þær söknuðu örnu sem verður komin í næsta leik ,en Debóra sem fór úr senternum í markið stóð vel fyrir sínu. frá byrjun var ljóst að við vorum mun betra liðið á vellinum og gátum í raun gert út um leikinn í fyrri hálfleik en einhvern veginn virtist okkur fyrir munað að skora ,enda fór það svo að Fjarðabyggð setti fyrsta markið og við jöfnuðum með marki frá önju fyrir leikhlé í leik okkar í seinnihálfleik var svipað uppi og í fyrrihálfleik, við spiluðum vel og skopuðum okkur fullt af færum en ekki komu mörkin á færi bandi jafnt 2-2 með marki frá Thelmu og þvílíka baráttu sem þurfti til er Anja fór á eigin spýtur alla leið og setti hann glæsilega í hornið framhjá frábærum markmanni austan stelpna 3 - 2 sætur en erfiður sigur að baki.

Thelma,Anja,Steindóra,Hrefna,Þorbjörg,Karen,Debóra,Edda.


Gísli Arnar

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 308923
Samtals gestir: 74844
Tölur uppfærðar: 17.9.2019 04:09:55