12.06.2009 10:55

Íslandsmót: 5. flokkur kvenna

Telpurnar í 5. flokki Einherja héldu til Neskaupstaðar í gær þar sem þær tóku þátt í fyrsta hluta Íslandsmótsins í knattspyrnu en leikið er á 4 mótum, 3 leiki í senn.  Andstæðingar okkar eru Höttur, Fjarðabyggð og Sindri, Fjarðabyggð hélt utan um fyrsta mótið.

Fyrir Einherja léku: Ágústa, Karen, Þorbjörg, Edda Björk, Steindóra, Hugrún, Gabríela Sól og Viktoría er koma frá Vopnafirði - frá Seyðisfirð Sara og Thelma.  Með hópnum auk undirritaðs, Dagný, Svanur og Þórdís.

Fyrst var leikið gegn Hetti, leikinn unnum við 4:2 og áttum alskostar við þær, lágvaxinn markvörður Hattar varði nokkrum sinnum stórvel - Karen 2, Þorbjörg og Steindóra skoruðu.  
 

Leikur tvö var gegn góðu liði Sindra, sem m. a. vann Fjarðabyggð 1:0.  Við náðum forystu með marki Karenar, þær jöfnuðu og komust yfir - við jöfnuðum, Þorbjörg,  þær skoruðu aftur en með umdeildu marki jafnaði Thelma með langskoti - sumir vildu meina að boltinn hafi ekki farið inn, Svanur var hins vegar í engum vafa um að svo var - 3:3.  Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða og barátta mikil allan leikinn.

 

Þriðji og síðasti leikur var gegn öflugu liði Fjarðabyggðar, lít svo á að þrjú lið séu jöfn að getu. Við náðum forystu með marki Karenar (í varnarmann og inn) og skömmu síðar fékk Karen dauðafæri eftir skot Þorbjargar var varið, þar hefðum við átt að komast í 2:0.  Karen, sem lék allt mótið af vel, hitti knöttinn illa og stað þess skora jöfnuðu Fjarðabyggðardömur með slysamarki; hornspyrna í öxl Karenar og inn, 1:1.  Síðan fékk Þorbjörg upplagt færi er fór forgörðum og því miður gleymdu Steindóra og có. sér, Steindóra var annars stólpi í vörninni, ein inn fyrir og skoraði fram hjá Ágústu.  Síðan kom svolítið slysamark úr langskoti en áður átti Karen skot í þverslá og síðar átti Thelma dauðafæri ein á móti markverði er sá við Thelmu.  Niðurstaðan 1:3 en við inn í leiknum allan tímann

 

Stúlkurnar féllu með sæmd í lokaleiknum, það fengu þær líka að heyra - í þetta sinn voru heilladísirnar ekki okkur hliðhollar en þær gerðu sitt besta og munu örugglega setja pressu á þetta lið næst sem og önnur. Voru Seyðfirðingar hvattir til að vera duglegir að æfa, þær lofa góðu og verði allar stúlkurnar okkar duglegar munu þær ná langt.  Allan tímann voru þær hvattar til að njóta leiksins :-)

-Magnús Már

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 1496
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 310795
Samtals gestir: 75097
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 09:44:42