07.08.2009 14:40

Draupnir - Einherji

Einherji fer í heimsókn til Draupnis á morgun, Laugardag. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og fer fram í Boganum.

Þó að Einherji hafið unnið Draupni síðast 5-0 án vandræða, gæti þetta orðið mjög erfiður leikur. Í þann leik vantaði marga lykilmenn Draupnis og þar að auki bættu þeir við sig nokkrum leikmönnum um daginn. Svo má ekki gleyma því að það er aðeins öðruvísi að spila fótbolta af gervigrasi og það er eitthvað sem Einherjaliðið hefur ekki gert upp á síðkastið.

Í Einherjaliðið vantar Donna og Davíð sem eru í banni. Svo heyrði fréttaritari í vikunni að það væri tæpt með einhverja. Svo er Helgi Már veikur, en ætti samt að spila. Þetta kemur þó náttúrulega í ljós á morgun.

En sama hvaða 11 einstaklingar klæðast Einherjatreyjunni, þá verður sótt til sigurs. Dalvík eru komnir uppfyrir okkur og vonandi verða þeir þar ekki lengur eftir leikinn á morgun.

Vonandi sjá allir Einherjamenn, á Akureyri og í kring, sér fært að mæta!

Áfram Einherji!

-KG
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309125
Samtals gestir: 74910
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:25:18