10.08.2009 17:56

Hugsanlega mikilvægasti leikur sumarsins

Á morgun, þriðjudag, mætast liðin í 2.-3. sæti D-riðilsins, Einherji og Dalvík/Reynir. Leikurinn hefst kl 19:00 og verður á Vopnafjarðarvelli. Liðin eru jöfn að stigum og því hægt að tala um svokallaðan "6 stiga leik."

Hluti Einherjaliðsins í sparifötunum.

Það er betra ástand á liði Einherja heldur en síðast. Davíð er ennþá í banni og svo er Öystein meiddur.

Það hljómar örugglega eins og klisja en Einherji þarf virkilega á stuðningi Vopnafirðinga að halda í þessum leik. Nú eru komnir 3 leikir án sigurs og því verður á snúa við .Einherji á fullt erindi í úrslitakeppnina en til þess að það gerist þurfa allir að leggjast á eitt og styðja liðið.

Komum í appelsínugulu og yfirgefum völlinn hás

-Áfram Einherji!

Flettingar í dag: 68
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 292861
Samtals gestir: 70575
Tölur uppfærðar: 17.7.2018 09:36:53