14.08.2009 23:55

Þegar Einherji fer til Fáskrúðsfjarðar

... eru lukkdísirnar skildar eftir heima...

Það var allavega þannig í enn eitt skiptið, núna í kvöld. Einherji og Leiknir gerðu 2-2 jafntefli þar sem Símon og Gulli skoruðu mörk Einherja.

Fréttaritari var ekki sjálfur á leiknum og því ber að taka þessari stuttu umfjöllun með fyrirvara.

Einherji byrjaði leikinn betur og átti góðar sóknir. Á endan bar það árangur eftir hornspyrnu. Þá kom næstlágvaxnasti maður riðilsins skallaði boltann í netið, í 3. sinn í sumar. Hann er einnig þekktur sem Símon. En Leiknir náði að svara fyrir sig. Boltanum var spyrnt í hendina á Gulla og vítaspyrna dæmd. Einhverjir vildu meina að það hefði gerst fyrir utan teig en dómnum var ekki breytt. Í leiðinni fékk fyrirliðinn okkar sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir óíþróttamannslega framkomu. En þrátt fyrir að vera einum færri náðu Einherjamenn að komast aftur yfir þegar Gulli skoraði laglegt mark. Í lokinn sóttu Leiknismenn talsvert og þegar það var komið eins langt inn í uppbótartíma og hugsast getur, dæmir hann aðra vítaspyrnu á títtnefndan Gulla. Einhverjir vildu meina að það hafi verið algjört kjaftæði. Leiknir skorar og leikurinn er búinn.

Ömurlegt hreint út sagt. En það er einn leikur eftir á móti liðinu sem við erum búin að taka 3svar sinnum í sumar. Að segja allt er þegar þrennt er á ekki við núna, því það verður örugglega stefnt að fjórða sigurleiknum. En Huginsmenn koma örugglega dýrvitlausir í þann leik svo það verður erfitt.

Áfram Einherji!

-KG
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 309182
Samtals gestir: 74912
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 02:58:22