10.02.2010 18:11

Fótboltamyndir

Síðastliðinn föstudag var opið hús í Einherjaheimilinu þar sem nokkrir krakkar komu saman með fótboltamöppurnar sínar og "bíttuðu" á fótboltamyndum. Skiptu krakkarnir á myndum af frægum knattspyrnumönnum í enska boltanum og var áhuginn mikill. Gaman var að sjá hversu margir foreldrar mættu og var áhugi þeirra engu minni en hjá krökkunum. Þetta skemmtilega framtak átti foreldri iðkanda í Einherja og sá hann einnig um fræmkvæmdina og færum við honum þakkir fyrir.

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 178
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 292986
Samtals gestir: 70586
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 03:50:56