29.06.2010 19:37

Nýjustu fréttir: 2 sigrar og 6 stiga leikur á fimmtudaginn

Það er ekki seinna vænna en að koma með einhver tíðindi af meistarflokki Einherja. Strákarnir hafa spilað 2 útileik síðan þeir sigruðu Hugin hér heima og unnust þeir báðir.

--------------------------------------------------------------------------------------------------


Hér eru umfjallanir um leikina sem teknar eru af vopnafjardarhreppur.is:

Einherji - Draupnir

"Þrátt fyrir veður eins og "best gerist erlendis", einstaka veðurblíðu s. s., var leikið á gervigrasinu í Boganum á Akureyri, sem telst heimavöllur Draupnis. Það lið er skipað mörgum frambærilegum leikmönnum sem eiga sína fortíð í stóru liðinum á Akureyri, KA og Þór. Heimamenn byrjuðu betur en vopnfirsku gestirnir voru fyrri til að skora, vítaspyrna var dæmd á 17du mínútu og úr henni skoraði Gísli Freyr örugglega - átti Gísli stólpaleik og fór fyrir sínum mönnum. Einungis 4 mínútum síðar hafði Draupnir jafnað og stefndi í jafna stöðu í hálfleik en á 38. mín. skoraði Ivo Bencun annað mark Einherja og fyrsta mark sitt fyrir Einherja síðan hann kom til liðsins.

Hafði Draupnir misst markvörð sinn útaf með rautt við lok fyrri hálfleiks hvað þýddi að gestirnir höfðu góð tök á leiknum í hinum síðari. Tvö mörk náði Einherji að skora, Ivo Bencun í bæði skiptin og skoraði þar með þrennu fyrir lið sitt og hefur vonandi fundið sig í nýju liði. Ivo er smám saman að falla betur að hinum íslenska knattspyrnuleik og svo sem fyrr greinir er óskandi að héðan af liggi vegur hans einungis uppá við - sem og liðsins alls. Mörk Ivo komu á 50. og 75. mín. og stefndi allt í að slík yrðu úrslitin, 4:1, en rétt undir lok viðbótartíma skoruðu heimamenn og bættu stöðu sína ögn."

Myndir úr þessum leik má finna hér: http://vopnafjordur.123.is/album/default.aspx?aid=182184

Einherji - Samherji

"Um það mun engu logið að yfirburðir Einherja voru miklir lengstum og með hreinum ólíkindum að liðið skyldi ekki hafa skorað fleiri mörk en þau 3 sem liðið náði þó að skora. Í annað sinn á tímabilinu skoraði liðið mark sem ekki var dæmt sem slíkt, Davíð þrumaði knettinum í slána og augljóslega inn en aðstoðardómari kaus að halda öðru fram. Svo fór að liðið náði forystu með marki Gunnlaugs Bjarnar en áður en hálfleikurinn var úti höfðu heimamenn jafnað  1:1.

Mættu gestirnir grimmir til leiks í s. h. og réðu lögum og lofum á vellinum, þrátt fyrir færi gekk þó illa að koma knettinum í netið. Símon braut ísinn þegar liðið var á leikinn áður en Davíð bætti því 3ja við og tryggði öruggan sigur á eyfirðingum - og 3ja sigur Einherja í röð í deildinnni."
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Staðan í riðlinum:
  Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Dalvík/Reynir 6 5 1 0 21  -    3 18 16
2 Einherji 5 3 0 2 11  -    8 3 9
3 Leiknir F. 5 2 2 1 10  -    7 3 8
4 Magni 5 2 1 2   7  -  11 -4 7
5 Huginn 5 2 0 3   9  -    7 2 6
6 Draupnir 5 1 1 3   7  -  18 -11 4
7 Samherjar 5 0 1 4   3  -  14 -11 1

Næst á dagskrá er Leiknir kl 20:00 fimmtudaginn 1. júlí, á Vopnafjarðarvelli. Það þarf hvorki mikla stærðfræði- né knattspyrnuþekkingu til að sjá hversu gríðarlega mikilvægur sá leikur er. Sérstaklega þar sem það eru svo fáir leikir í riðlakeppninni - það má lítið út af bregða.

Fjölmennum svo á völlinn á fimmtudaginn

Áfram Einherji!
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13