Færslur: 2007 Janúar

31.01.2007 17:18

Íþróttaskóli

Íþróttaskóli Einherja

 

Íþróttaskóli Einherja hefst að nýju laugardaginn 3. febrúar n.k. kl. 11:00 í íþróttahúsinu, og verður með svipuðu sniði og undanfarið. Þetta er 10 tíma skóli og er þátttökugjaldið 3.500 krónur.

Börn fædd, 2001-2004 eru velkomin.  (miðað er við að börnin séu orðin 2 1/2 árs )

 

Einherji

 

30.01.2007 21:51

Myndir af 3. flokki karla

Þá eru myndirnar af strákunum í 3. flokki komnar á síðuna, þær getur þú séð hér.

29.01.2007 21:06

Innanhússknattspyrna

Þá hafa 5.flokkur kvenna og 3. flokkur karla lokið þátttöku á Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og gekk báðum flokkum þokkalega. Úrslit og árangur hjá stelpunum má sjá hér og einnig er hægt að sjá myndir af þeim með því að smella hér. Árangur strákanna er hægt að sjá hér, myndir af þeim eru væntanlegar á næstu dögum.

22.01.2007 08:54

Innanhússmót

Það verður nóg að gera um næstu helgi en þá fara tveir flokkar frá Einherja og keppa á Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu. 3. flokkur karla keppir laugardaginn 27. janúar á Egilsstöðum, hægt er að sjá niðurröðun leikja hér.  5.flokkur kvenna keppir svo sunnudaginn 28. janúar einnig á Egilsstöðum, hér er hægt að sjá niðurröðun leikja hjá þeim.

19.01.2007 08:40

3. Flokkur kvenna

Sunnudaginn 14.janúar fór 3. flokkur kvenna á Neskaupsstað og keppti í íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og gekk þeim þokkalega.

Þær spiluðu fimm leiki, unnu tvo töpuðu tveimur og gerðu eitt jafntefli.

Hægt er að sjá nánari úrslit með því að smella hér.

 

 

 

17.01.2007 09:48

Nýr þjálfari

Þjálfarinn okkar, Helgi Ásgeirsson er farinn í 6 - 8 vikna frí, í hans stað hefur Víglundur P Einarsson verið ráðinn til að sjá um æfingar. Víglundur hefur þjálfað hjá okkur áður einnig hefur hann þjálfað yngri flokka hjá Þrótti Neskaupsstað og síðasta sumar þjálfaði hann 1. deildar lið Þórs/ KA/ KS í Meistaraflokki kvenna. Við bjóðum Víglund velkominn til starfa hjá okkur.

09.01.2007 14:18

Fundur stjórnar með foreldrum/forráðamönnum

 

Stjórn Ungm.fél. Einherja boðar foreldra/forráðamenn til fundar

 

mánudagskvöldið 15. janúar n. k. kl. 20:00 á skrifstofu félagsins - á efri hæð húss

 

Kauptúns.

 

Til umræðu verða:

 

  1. Þjálfaramál félagsins m. t. t. brotthvarfs Helga þjálfara vegna endurhæfingar næstu vikur.
  2. Þátttaka félagsins í mótum sumarsins.
  3. Samvinna Ungm.fél. og Hattar  á Egilsstöðum.
  4. Önnur mál sem upp kunn að koma.

 

Við væntum þess að sjá þig, ágæti aðstandandi, enda brýnt að sem flestir komi að

 

starfi félagsins.

 

Með kveðju J

 

-Ungmennafélagið Einherji

 

 

07.01.2007 21:21

Um næstu helgi nánar tiltekið 14.janúar fara stelpurnar í 3. flokki á Neskaupsstað og keppa á Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu niðurröðun leikja má sjá á slóðinni:  http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14374

02.01.2007 13:12

Heimasíða Einherja

Heimasíða  Einherja er nú að líta dagsins ljós. Síðan verður með helstu upplýsingum varðandi starfsemi félagsins.

02.01.2007 12:56

Gleðilegt ár.

Gleðilegt ár.

 

  • 1
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 308923
Samtals gestir: 74844
Tölur uppfærðar: 17.9.2019 04:09:55