Færslur: 2007 Júní

19.06.2007 13:28

Malarvinnslubikarinn

Einherji hefur ákveðið að senda lið til keppni í Malarvinnslubikarnum og hefur Elías Björnsson verið ráðinn til þess að þjálfa liðið, Helgi Ásgeirsson mun verða honum innan handar. Mikill áhugi er hjá strákunum sem koma til með að spila í þessari keppni en þar er um að ræða marga mjög frambærilega knattspyrnumenn. Vonandi er þetta byrjunin á því að Einherji sendi lið til þátttöku á Íslandsmótinu á nýjan leik. 

17.06.2007 18:58

17. júní hlaup

Í morgun fór fram hið árlega 17. júní hlaup Einherja í rjómablíðu og höfðu keppendur sem og þeir foreldrar og forráðamenn sem mættu mjög gaman að. Hlaupið er styrkt af Sparisjóði Þórshafnar sem gefur öll verðlaun í hlaupið. Það sem kemur á óvart er hversu fáir mæta til þess að taka þátt og því viljum við skora á alla Vopnfirðinga að hrista nú af sér  slenið og mæta eldhressir í 17. júní hlaup á næsta ári.Hinum sem mættu til að keppa í morgun þökkum við kærlega fyrir þátttökuna sem og þeim sem mættu til að fylgjast með. Myndir sem teknar voru í hlaupinu munu koma á síðuna hjá okkur á næstunni.

16.06.2007 09:53

17.júní hátíðarhöld 2007

Kl. 08:00  Fánar dregnir að húni.

Kl. 10:00  Víðavangshlaup Einherja og Sparisjóðs Þórshafnar, hlaupið frá skólanum.

Kl. 13:00  Hátíðarmessa að Hofi.


Kl. 14:00  Skrúðganga frá Miklagarði að Skólalóð.


Kl. 14:30  Hátíðardagskrá á skólavelli . Hefðbundin dagskrá ásamt léttum leikjum.


Kl. 16:00  Hátíðarkaffi í Miklagarði. Verð 1.000,- fyrir fullorðna, 500,- fyrir 6-12 ára.


Kl.  20:00   Skemmtun í miðbæ Vopnafjarðar, Húnarnir sjá um fjörið- kaffi gos og sælgæti í boði á vægu verði.

Fögnum þjóðhátíðardegi Íslendinga með bros á vör. 


14.06.2007 11:02

17. júní

Að venju hefur U.M.F. Einherji umsjón með hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn og er undirbúningur í fullum gangi. Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnu sniði og verður hún nánar auglýst hér á síðunni og með dreifibréfi á morgun. 

14.06.2007 10:56

5.flokkur karla

5. flokkur karla spilaði fyrsta heimaleikinn sinn síðasta þriðjudag og voru mótherjarjarnir UMFL ekki gekk okkar mönnum nógu vel en niðurstaðan var 1-3 ósigur. Á eftir leik buðum við okkar mönnum í "flatbökuveislu" í félagsaðstöðunni og þar stóðu þeir sig mjög vel og skemmtu sér konunglega.

08.06.2007 08:14

Góður sigur.

Stelpurnar í 5. flokki unnu góðan 4-1 sigur í gær en þá kepptu þær við lið frá Fjarðarbyggð, sigurinn var nokkuð öruggur og aldrei í hættu. Að leik loknum var stelpunum svo boðið í pizzuveislu í félagsaðstöðunni og var þar mikið gaman og mikið grín.

06.06.2007 20:33

Fyrsti heimaleikurinn

Á morgun fimmtudaginn 07. júní er fyrsti heimaleikur 5. flokks kvenna en þá mætast Einherji/Huginn og Firðir en það er lið úr Fjarðarbyggð. Leikurinn hefst kl 17.00 og viljum við hvetja alla foreldra sem og aðra áhugamenn um knattspyrnu að mæta á völlinn og hvetja stelpurnar til sigurs.
  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13