Færslur: 2008 Janúar

30.01.2008 08:54

Vel heppnuð Badmintonkynning.

Það er óhætt að segja að badmintonkynningin hjá Tinnu Helgadóttir hafi verið vel heppnuð. enda er stúlkan snillingur í íþróttinni og vopnfirðingar tóku henni fagnandi og mættu vel. ( myndir )

29.01.2008 08:19

Badminton

 29. janúar 2008

    Í dag stendur Einherji í samvinnu við Badmintonsamband íslands og Vopnafjarðarhrepp fyrir Badmintonkynningu  í íþróttahúsinu þar sem Tinna Helgadóttir Þjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og afrekskona í Badminton ætlar að kenna grunnskólabörnum frá kl. 10 til 15 og svo fullorðnum frá 16 - 18.30 og er fullbókað í alla tíma. næ vonandi myndum til að birta hér síðar.
Gísli Arnar 

22.01.2008 11:45

Nýr leikdagur

AL - riðilinn í innanhúsknattspyrnu 5.fl.kvenna hefur verið settur á að nýju 9. Febrúar og hefst klukkan 13.00.
þá er það komið á hreint.
GAG

21.01.2008 09:25

Ófært ,,,,,,,sorry

Það er alltof oft sem við gleymum því að það er allra veðra von á Íslandi. Í gær 20.Janúar ætluðum við  að fara á Fáskrúðsfjörð með  5.flokk kv. á nokkrum bílum til að taka þátt í Íslandsmótinu innanhúss (FUTSAL) og höfðu þær æft  vel til að gera sitt besta,en á það reyndi ekki því brjáluð hríð og rok aðfaranótt sunnudagsins og ófærð í kjölfarið gerðu það að verkum að við komumst ekki neitt og voru örugglega einhverjar hálf fúlar út í veðurguðina. En svona er Ísland. Það góða er að vonda veðrið og ófærðin voru víðar en hér og mótinu var frestað um amk.1/2 mánuð svo við bíðum bara og vonumst eftir góðu veðri þá.

GAG

08.01.2008 09:14

Dósasöfnun gekk vel

Dósasöfnunin í gær þann 7.1.2008 gekk vel, en hún var í umsjón 6 - 7 bekkjar og stóðu þau sig frábærlega.
Það sama má segja um þá foreldra sem mættu í flokkun og talningu. Þeir foreldrar sem ekki komust vegna anna mæta bara næst.
Alls söfnuðust 7230 dósir/flöskur sem gerir hvorki meira né minna en 77.230 krónur í baukinn.
Bara flott.

GAG

04.01.2008 11:55

Dósasöfnun

Mánudaginn 7. Janúar ætla Einherjakrakkar að ganga í hús og safna dósum eftir klukkan 18.00.
Það kemur í hlut 6. -7. bekkjar að vinna verkið í þetta skiptið.
-Ath. foreldrar þurfa að koma dósunum sjálfir niður í vöruafgreiðslu.
-Allir verða að skila pokum sem fyrst þangað.

-3-4 foreldrar verða að mæta og telja dósir. Má tilkynna sig til Gísla í 8452285

-Byrjað að telja kl. 18:00 niður í vöruafgreiðslu á dósum úr kassanum
og síðan hinum um leið og þær koma á afgreiðslu.

GAG -

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13