Blog records: 2008 N/A Blog|Month_3

28.03.2008 09:32

Einherji-Huginn í samstarf


Líkt og síðastliðið sumar hafa Einherji og Huginn Seyðisfirði stofnað
með sér knattspyrnubandalag í 5.flokki karla óg munu því senda sameiginlegt
lið undir nafni Einherja-Hugins til keppni á íslandsmótinu í 5.flokki karla í sumar.

Ástæður þessa eru að ekki hefði tekist að manna lið á hvorum staðnum fyrir sig og
reyndar alveg á mörkunum eins og staðan er í dag að samstarf Vopnfirðinga og
Seyðfirðinga dugi til að ná lágmarksfjölda í lið.

Þá  lítur út fyrir að liðin í F riðli 5. flokks karla verði:
Einherji-Huginn,Fjarðabyggð/Leiknir, Fjarðabyggð/Leiknir2,Höttur,Sindri.

Nokkrar myndir eru komnar í myndaalbúmið frá samstarfinu sl.sumar.
Gísli Arnar.

14.03.2008 08:42

Síðustu æfingar fyrir páska.

Síðustu fótboltaæfingarnar fyrir páska verða Þriðjudaginn 18. Mars.

Eftir Páska hefjast æfingar aftur Miðvikudaginn 26.Mars.
Gleðilega páska

12.03.2008 08:11

Dósasöfnun 4. og 5. bekkjar.

Það var ánægjuleg dósasöfnun sem fram fór um kvöldmatarleytið í gær, þrátt fyrir leiðindaveður til að hlaupa á milli húsa með svarta plastpoka í eftirdragi og falast eftir tómum dósum til styrktar Einherja. Afraksturinn var svo keyrður niður á vöruafgreiðslu af foreldrum sem síðan sameinuðust við að flokka og telja allt heila klabbið og margar hendur unnu létt verk svo að þetta tók fljótt af og afraksturinn var 4132 dósir/flöskur sem  gera 41.320 krónur.

Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og foreldrum 4. og 5. bekkjar barna verð ég að hrósa fyrir samtakamátt sem ætti að vera öðrum til eftirbreytni.

Gísli Arnar

10.03.2008 10:51

Sleðagleði 2008

Laugardagskvöldið 8.mars mættu 25 Einherjakrakkar í svokallaða Sleðagleði 2008  í brekkunni neðan við skólann, þar var rennt sér,spjallað, hlegið heil lifandis ósköp, þegið kakó,kleinur og kleinuhringi í boði Einherj og svo rennt sér meira, undir dúndrandi músik frá dj. og skemmtu allir sér hið besta. myndir í myndaalbúmi.

            Gísli Arnar

06.03.2008 12:00

Dósasöfnun

Dósasöfnun Einherja

Þriðjudaginn 11. Mars
Umsjón 4. - 5. bekkur

Lónabraut: Steindóra Huld , Edda Björk , Sverrir Hrafn , Nathaphon
Fagrihjalli: Steindóra Huld, Edda Björk , Sverrir Hrafn , Nathaphon
Hafnarbyggð: Elvar Smári , Ágúst Máni,
Miðbraut: Gabríela Sól, Hrefna Brynja
Hamrahlíð: Gabríela Sól, Hrefna Brynja
Holtin: Þorbjörg Jóna,Ágústa,Karen Ósk
Kolbeinsgata: Hemmert Þór, Einar Magnús, Albert, Óliver
Skálanesgata: Hemmert Þór, Einar Magnús, Albert, Óliver

-Ath. foreldrar þurfa að koma dósunum sjálfir sem fyrst niður á vöruafgreiðslu.

3-4 foreldrar verða að mæta og telja dósir.

Ný andlit meira en velkomin.
Má tilkynna sig til Gísla í 8452285
-Byrjað að telja kl. 18:00 niður í vöruafgreiðslu á dósum úr kassanum og síðan hinum um leið og þær koma á afgreiðslu.

06.03.2008 09:59

Laugardagsfjör.

Einherjakrakkar ( 4. - 8. bekkur) athugið.

Á Laugardagskvöldið klukkan 19.00 - 21.00 ætlum við að koma saman í brekkunni neðan við skólann
og renna okkur á sleðum,þotum,brettum, (ekki slöngum )og skemmta okkur.

KAKÓ - kleinur-Kleinuhringir í boði Einherja.

Mætum með góða skapið - brosum og verum hress. ( Ef snjórinn verður allur farinn frestum við þessu )

Nefndin. ( munið endurskinsmerkin og klæðið ykkur vel ) 
            
         Nefndin.

06.03.2008 08:50

Skólahreysti

Eins og allir vita tóku" krakkarnir okkar " þátt í skólahreysti á dögunum og  eru nú komnar myndir inná Skólahreystivefinn og ekki leiðinlegt að kíkja á stemmninguna með því að smella hér.
GAG

04.03.2008 08:55

Engin fótboltaæfing á Föstudag.

Næsta Föstudag 7. Mars falla fótboltaæfingar niður þar sem hin árlega,stórkostlega árshátíð Vopnafjarðarskóla er þann dag.  krakkar gangi ykkur vel á árshátíðinni og góða skemmtun.

      Hittumst hress á mánudaginn .
                        Gísli Arnar.

04.03.2008 08:49

Lífshlaupið

Lífshlaupið - Spennandi hvatningar- og átaksverkefni

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir nýtt og spennandi hvatningar- og átaksverkefni, Lífshlaupið, sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Farið verður eftir hreyfiráðleggingum Lýðheilsustöðvar þar sem börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Vefsíða Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is og er skráning hafin.

Við hvetjum alla Vopnfirðinga til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað.

03.03.2008 11:45

Opinn tími í fótbolta.

Viljum minna á opinn tíma fyrir 15 ára og eldri í fótbolta alla miðvikudaga kl.18.30  í íþróttahúsinu.( kostar 200 krónur pr.mann.)
Einherji.
  • 1
Today's page views: 192
Today's unique visitors: 14
Yesterday's page views: 99
Yesterday's unique visitors: 16
Total page views: 308869
Total unique visitors: 74836
Updated numbers: 16.9.2019 16:54:25