Færslur: 2008 Apríl

28.04.2008 13:12

Maður mótsins.

Samkvæmt frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag var "okkar maður" Arnar Geir Magnússon lögreglumaður hér á Vopnafirði valinn maður mótsins á árlegu fótboltamóti lögreglunnar sem fram fór um helgina á Suðurnesjum.
Undirrituðum er ekki kunnugt um með hvaða liði hann lék en vill óska honum til hamingju með útnefninguna, en þeim sem hafa séð til kappans við æfingar sl. haust og í vetur kemur hún ekki á óvart.

        Gísli Arnar

28.04.2008 08:26

Fjarðaálsmót 7. flokks og 5. flokks kvenna


Við Einherja menn og konur þeystum austur í gær Sunnudaginn 27. Apríl til að taka þátt í Fjarðaálsmótunum í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Níu lið mættu til leiks í 7. flokki; þrjú frá Fjarðabyggð, þrjú frá Hetti, tvö frá Sindra og eitt frá Einherja. Gríðarleg tilþrif sáust, mörg mörk og mörg bros, enda gleðin í fyrirrúmi og allir sigurvegarar. Einherjakrakkarnir voru til fyrirmyndar í alla staði og þjálfarinn ekki í stórum vandræðum hvað skiptingar varðar.

í 5. flokki stúlkna mættu fimm lið; tvö frá Fjarðabyggð, Einherji, Höttur og Sindri. Keppnin var gríðarlega spennandi og fóru leikar svo að fjögur lið enduð efst og jöfn með 7 stig. Því þurfti markamun til að skera úr um sæti 1. til 4. Röðin var; 

                1. sæti Höttur ................. 6 mörk í plús 
                2. sæti Sindri ................. 3 mörk í plús 
                3. sæti Fjarðabyggð II ... 2 mörk í plús 
                4. sæti Einherji ...............1 mark í mínus
                5.sæti Fjarðabyggð l

Það er ljóst að það verður hörkuriðill sem Einherjastelpur í 5.flokki taka þátt í á Íslandsmótinu í sumar þegar liðin eru þetta jöfn í upphafi sumars.

Nú er bara eftir eitt Fjarðaálsmót í ár þ.e.  5.flokkur karla sem verður næsta sunnudag 4.Maí.

Myndir á Leiknir Fáskrúðsfirði hér vinstramegin á síðunni.
og í myndaalbúmi hér á síðunni.

Gísli Arnar.

26.04.2008 14:15

ný Tímatafla Fjarðaálsmótanna

það þurfti að að breyta tímatöflunni þar sem lið tvö bættist við hjá Sindra í 7. flokki.  Við það breytist margt og bréfið sem breift var í gær er í raun ónýtt.

þannig að 7. flokkur á fyrsta leik mótsins 10.50 og ætti að mæta ekki seinna en 10.20 á svæðið.

5.flokkur á fyrsta leik klukkan 12.30 og á að mæta ekki seinna en 12.00 á svæðið en fyrsti leikur 5fl. mótsins hefst 11.50.

sjá nánar á leiknir Fáskrúðsfirði hér vinstramegin á síðunni.
Kveðja Gísli.


25.04.2008 08:46

Tímatafla Fjarðaálsmóta helgarinnar.

7. flokkur Einherja  á sinn fyrsta leik klukkan 11.18 en þar sem mótið hefst klukkan 10.50 hefði ég viljað að foreldrar væru mætt ekki síðar en 10.30 með 7.flokks börnin á staðinn.

5.flokks stelpurnar eiga sinn fyrsta leik klukkan 12.50 og ættu því að vera mættar ekki seinna en 11.50 þar sem fyrsti leikur í þeirra hluta er kl.12.10.    
            kveðja Gísli Arnar

23.04.2008 08:13

Dósasöfnun gekk vel.

það gekk vel dósasöfnunin í gær 23. Apríl . 6. og 7. bekkur sáu um söfnunina. Afraksturinn var rúmlega 50.000 krónur.

22.04.2008 09:17

Fjarðaálsmót 7.flokks og 5. flokks kvenna.


Fjarðaálsmót Fjarðabyggðarhöllinni Reyðarfirði.

Framundan eru fótboltamót 7. Flokks ( blandaður )  og 5. Flokks kvenna í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á Sunnudaginn 27. Apríl .keppni hefst á bilinu 10-11:00 eftir fjölda þátttakanda. ( 7.flokks mótið er spilað fyrst.)

Líkt og síðastliðið ár er akstur foreldra á mótið  forsenda þess að tekið sé þátt,en ef einhverjir foreldrar komast ekki er mögulegt að semja við  aðra foreldra um  að taka barnið með og bera ábyrgð á því.

·         Keppt er á gerfigrasi í 7 manna liðum. Allir ættu að reyna að  mæta með fótboltaskó eða gerfigrasskó. Þeir sem eiga bláu peysuna og buxurnar frá í fyrra ættu helst að vera í því. En við klæðun okkur í Einherjabúninga í klefunum á staðnum. Gott er að hafa bol til að vera í innanundir.

  • Foreldrar eru beðnir að tilkynna af eða á um sig og eða sitt barn sem allra fyrst, í dag er Þriðudagur og mótið er á Sunnudag.
  • Þar sem Fjarðabyggðarhöllin er óupphituð er nauðsynlegt að klæða bæði börnin og fullorðna vel. ( kuldagallarnir komu sér vel í fyrra ). Gott að vera í gerfigrasbuxunum (úr Einherjasettinu ef þær eru heilar) innan undir þegar spilað er.
  • Ekki er ennþá komin leikjaniðurröðun.  
  • Nauðsynlegt er að nesta sig vel af hollu og góðu nesti.
  • Best væri að fólk mætti ekki seinna en ½ tíma fyrir fyrsta leik og einnig væri gaman ef fólk gæfi sér tíma til að fylgjast með og hvetja báða flokkana.

Varðandi tímasetningar þá er ekki komið á hreint hvenær hvor flokkur á að byrja en ég mun reyna að láta upplýsingar berast eins fljótt og unnt er.

Allar nánari upplýsingar gefur Gísli Arnar í  4731288  fyrir hádegi og 8452285 á kvöldin.

07.04.2008 08:47

Fjör á Fjarðaálsmóti 6. flokks karla.

Í gær Sunnudaginn 6. Apríl mættu Einherjakrakkarnir í 6.flokki á Fjarðaálsmót og tóku þátt í A- riðlinum ásamt tveim liðum frá Fjarðabyggð og einu liði frá Hetti Egilsstöðum. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði erfitt. Úrslit leikja verða ekki rakin hér, en allir þeir 13 krakkar sem spiluðu fóru ánægð en þreytt heim í mótslok.
Örugglega reynslunni ríkari. 
Myndir í myndaalbúmi.

Gísli Arnar.

04.04.2008 12:02

Fjarðaálsmót 6. flokkur

6. flokkur Einherja mun taka þátt í Fjarðaálsmótinu sem fram fer nk.Sunnudag 6.Apríl og hefjast fyrstu leikir klukkan 14.15 
Æskilegt er að  að allir séu komnir tímanlega í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði ca 1/2 tíma fyrir fyrsta leik.

vonandi verður færð ekki til trafala. mætum kát og hress. 

        Gísli Arnar.

03.04.2008 08:34

Foreldrafundir

03.04.2008 08:34

Foreldrafundir

Í gær 2. Apríl voru haldnir foreldrafundir í fótboltanum hjá okkur og var mæting góð og góð umræða um málefni fundarins sem voru mótin sem framundan eru í vor og sumar.
Ákveðið var að fara með 5.flokk karla ( Einherji/Huginn ),5.flokk kvenna,6,flokk,og 7.flokk á Fjarðaálsmótin sem haldin eru í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði um helgar í Apríl og í byrjun Mai.
Einnig var ákveðið að breyta til í ár og stefna á Nikulásarmótið á  Ólafsfirði helgina 11. - 13. Júlí .
Varðandi 5.flokk kvenna mun undirritaður kanna vilja foreldra varðandi Pæjumót TM um helgina 8. - 11. Ágúst og fjölda stelpuliða á Nikulásarmótinu.og svo setja sig í samband við foreldrana með þær upplýsingar.

Eftirtaldir foreldrar tóku að sér að vera tengiliðir:

    6.flokkur Jói og Ása
    7.flokkur Hreiðar og Kristín
    5.flokkur kk. Árný 
    5.flokkur kvk. Erla og Gulli

Allir ofantaldir flokkar eru að berjast við mannfæð og samheldni því mikilvægari en ella til að hreinlega náist í lið.

Gísli Arnar.
  • 1
Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 317991
Samtals gestir: 75564
Tölur uppfærðar: 15.10.2019 15:53:11