Færslur: 2010 Febrúar

24.02.2010 15:02

Æfingar falla niður

Allar æfingar hjá Einherja falla niður föstudaginn 26. febrúar og mánudaginn 1. mars vegna vetrarfrís í skólanum.

18.02.2010 14:41

Námskeið

Námskeið

Fyrirmyndir og jákvæð samskipti við börn og unglinga

 

Á námskeiðinu er fjallað um fyrirmyndir og jákvæð samskipti við hvert annað, einkum börn og unglinga. Einnig um mikilvægi samvinnu, virkrar hlustunar og um leiðir til að leysa ágreining. Námskeiðið er samstarfsverkefni kirkjunnar, Ungmennafélagsins Einherja, RKÍ, Björgunarsveitarinnar Vopna og ÞNA.

Staður og tími: Safnaðarheimilið , 22. febrúar, kl. 20-22

Leiðbeinandi: Páll Ólafsson, félagsráðgjafi

Verð: 1.000,-

Skráning í síma 473 1569

11.02.2010 08:44

Einherjapeysur

Erum að fara að panta Einherjapeysur, áhugasamir geta haft samband við Einar Björn í síma 898-7944 eða 473-1344.

10.02.2010 18:26

Körfuboltaæfingar

 

Körfuboltaæfingar

Einherji mun á næstunni bjóða upp á körfuboltaæfingar fyrir 7.-10. bekk. Æfingarnar verða einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 15:00, stúlkur og kl.16:00, drengir, fyrstu æfingar eru í dag 11.febrúar.  Þjálfari verður Stefán M Gunnlaugsson.

10.02.2010 18:11

Fótboltamyndir

Síðastliðinn föstudag var opið hús í Einherjaheimilinu þar sem nokkrir krakkar komu saman með fótboltamöppurnar sínar og "bíttuðu" á fótboltamyndum. Skiptu krakkarnir á myndum af frægum knattspyrnumönnum í enska boltanum og var áhuginn mikill. Gaman var að sjá hversu margir foreldrar mættu og var áhugi þeirra engu minni en hjá krökkunum. Þetta skemmtilega framtak átti foreldri iðkanda í Einherja og sá hann einnig um fræmkvæmdina og færum við honum þakkir fyrir.

10.02.2010 14:14

Góð viðbrögð fyrirtækja á Vopnafirði

Viðbrögð fyrirtækja á Vopnafirði vegna sölu á bollum hafa verið mjög góð og yfir 600 bollur hafa selst þetta árið. Sendir hafa verið út miðar til iðkenda Einherja í sambandi við bakstur á bollum og vonandi sjá foreldrar/iðkendur sér fært um að að styðja vel við félagið. Ef einhverja upplýsinga er óskað má hafa samband við Svövu Birnu í síma 473-1342/864-1342 eða Lindu Björk í síma 473-1377/892-2382. 

07.02.2010 21:56

Bolludagurinn

Viljum minna á að bolludagurinn er mánudaginn 15. febrúar og eins og undanfarin ár eru iðkendur Einherja beðnir um að baka. Krakkarnir fá miða með sér heim á miðvikudag eða fimmtudag með nánari upplýsingum.

03.02.2010 08:39

Fótboltamyndadagur

Föstudaginn 5. febrúar verður opið hús í Einherjaheimilinu frá kl. 17:00-19:00. Allir krakkar sem safna fótboltamyndum eru sérstaklega velkomnir með möppurnar sínar og er þetta þá tilvalinn vettvangur til þess að skipta (bítta). Foreldrar er hvattir til þess að koma með börnunum.

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 317775
Samtals gestir: 75538
Tölur uppfærðar: 14.10.2019 07:45:13